Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 20

Andvari - 01.01.1994, Page 20
18 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI að síðar. Geir var vandlátur en vinfastur og vinaheill. Geir braut- skráðist frá Menntaskólanum í Reykjavík með góðri fyrstu einkunn, 7,99, hinn sögulega dag, 17. júní 1944, er lýðveldið var stofnað á ís- landi. Eftir brautskráninguna var farið til Þingvalla, þar sem nýstúd- entarnir frá Menntaskólanum í Reykjavík settu mikinn svip á hátíð- arhöldin. Að loknu stúdentsprófi hóf Geir nám í lögfræði í Háskóla íslands, og lauk hann því á fjórum árum, sem var skammur náms- tími. Hann brautskráðist úr lagadeild Háskóla íslands 26. maí árið 1948 með góðri fyrstu einkunn, 223 2/3 stigum. Jafnframt laganámi gaf Geir Hallgrímsson sér góðan tíma til að sinna félagslífi. Hann var formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands síðasta vetur sinn í lagadeildinni, árið 1947-1948. í Stúdentaráði sátu þá meðal annarra Þorvaldur Garðar Kristjánsson, síðar alþingismað- ur, Ingi R. Helgason, síðar forstjóri, Hermann Pálsson, síðar prófess- or í norrænum fræðum, Ásgeir Pétursson, síðar sýslumaður, og Guð- laugur Þorvaldsson, síðar ríkissáttasemjari. Nú á dögum þykja skil í stjórnmálum ekki jafnskörp og forðum og háskólastúdentar ganga ekki á hólm, með pólitískar kennisetningar að vopni, með veröldina nýkomna úr einni heimsstyrjöld og með aðra jafnvel í burðarlið. Háskólaár Geirs Hallgrímssonar voru þess konar tímar. Kína var að falla í klær kommúnismans, Stalín lét greip- ar sópa um herfang sitt í Austur-Evrópu, þar sem járntjald féll í næstum hálfrar aldar stafi. Á íslandi voru margir menn, sem voru andlegir atgervismenn á öðrum sviðum, mjög hallir undir sósíalism- ann, sem birtist þeim sem von mannkyns á válegum tímum. Margir æskumenn blinduðust af boðskap þessara manna, sem mjög var tek- ið mark á í bókmenntum, trúmálum og vísindum. Háskólaárin urðu Geir Hallgrímssyni vissulega tími umhugsunar og þátttöku í deilum um meginstefnur í stjórnmálum og efnahags- málum. í aprílhefti bandaríska tímaritsins Reader’s Digest árið 1945 birtist útdráttur úr bók, sem ensk-austurríski hagfræðingurinn Friedrich August von Hayek hafði gefið út í Englandi árið áður, The Road to Serfdom eða Leiðin til ánauðar. I þessari bók hélt Hayek því fram, að sósíalismi hlyti jafnan að hafa í för með sér kúgun og alræði, svipað því sem menn höfðu orðið vitni að í Rússlandi undir stjórn Stalíns og í Hitlers-Þýskalandi. Stjórnvöld í ríkjum, þar sem áætlun- arbúskapur væri stundaður, yrðu að taka listir, vísindi, íþróttir og aðra starfsemi í þjónustu sína, þar sem þau yrðu að beina öllum öfl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.