Andvari - 01.01.1994, Síða 20
18
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
að síðar. Geir var vandlátur en vinfastur og vinaheill. Geir braut-
skráðist frá Menntaskólanum í Reykjavík með góðri fyrstu einkunn,
7,99, hinn sögulega dag, 17. júní 1944, er lýðveldið var stofnað á ís-
landi. Eftir brautskráninguna var farið til Þingvalla, þar sem nýstúd-
entarnir frá Menntaskólanum í Reykjavík settu mikinn svip á hátíð-
arhöldin. Að loknu stúdentsprófi hóf Geir nám í lögfræði í Háskóla
íslands, og lauk hann því á fjórum árum, sem var skammur náms-
tími. Hann brautskráðist úr lagadeild Háskóla íslands 26. maí árið
1948 með góðri fyrstu einkunn, 223 2/3 stigum.
Jafnframt laganámi gaf Geir Hallgrímsson sér góðan tíma til að
sinna félagslífi. Hann var formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands
síðasta vetur sinn í lagadeildinni, árið 1947-1948. í Stúdentaráði sátu
þá meðal annarra Þorvaldur Garðar Kristjánsson, síðar alþingismað-
ur, Ingi R. Helgason, síðar forstjóri, Hermann Pálsson, síðar prófess-
or í norrænum fræðum, Ásgeir Pétursson, síðar sýslumaður, og Guð-
laugur Þorvaldsson, síðar ríkissáttasemjari.
Nú á dögum þykja skil í stjórnmálum ekki jafnskörp og forðum og
háskólastúdentar ganga ekki á hólm, með pólitískar kennisetningar
að vopni, með veröldina nýkomna úr einni heimsstyrjöld og með
aðra jafnvel í burðarlið. Háskólaár Geirs Hallgrímssonar voru þess
konar tímar. Kína var að falla í klær kommúnismans, Stalín lét greip-
ar sópa um herfang sitt í Austur-Evrópu, þar sem járntjald féll í
næstum hálfrar aldar stafi. Á íslandi voru margir menn, sem voru
andlegir atgervismenn á öðrum sviðum, mjög hallir undir sósíalism-
ann, sem birtist þeim sem von mannkyns á válegum tímum. Margir
æskumenn blinduðust af boðskap þessara manna, sem mjög var tek-
ið mark á í bókmenntum, trúmálum og vísindum.
Háskólaárin urðu Geir Hallgrímssyni vissulega tími umhugsunar
og þátttöku í deilum um meginstefnur í stjórnmálum og efnahags-
málum. í aprílhefti bandaríska tímaritsins Reader’s Digest árið 1945
birtist útdráttur úr bók, sem ensk-austurríski hagfræðingurinn
Friedrich August von Hayek hafði gefið út í Englandi árið áður, The
Road to Serfdom eða Leiðin til ánauðar. I þessari bók hélt Hayek því
fram, að sósíalismi hlyti jafnan að hafa í för með sér kúgun og alræði,
svipað því sem menn höfðu orðið vitni að í Rússlandi undir stjórn
Stalíns og í Hitlers-Þýskalandi. Stjórnvöld í ríkjum, þar sem áætlun-
arbúskapur væri stundaður, yrðu að taka listir, vísindi, íþróttir og
aðra starfsemi í þjónustu sína, þar sem þau yrðu að beina öllum öfl-