Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 25
ANDVARI
GEIR HALLGRÍMSSON
23
líka málflutning Geirs, þótt hann beindist að sumu leyti að þeim og
kynslóð þeirra. Daginn eftir þessa þrumuræðu Geirs hringdi Bjarni
Benediktsson í hann og bað hann að koma til sín í Stjórnarráðið þar
sem þeir settust að spjalli, og má til þess rekja síðara samstarf þeirra
og fullan trúnað.
Fyrstu árin eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum lét Geir Hall-
grímsson mjög að sér kveða í þeirri baráttu, sem þá var háð gegn
kommúnisma á íslandi. Hóf hann ásamt Eyjólfi Konráði Jónssyni og
séra Jónasi Gíslasyni, skólabróður sínum úr Menntaskólanum, út-
gáfu bóka um kommúnismann, en í íslensku menningarlífi gætti þá
mjög áhrifa kommúnista undir forystu Kristins E. Andréssonar, for-
stjóra Máls og menningar. Héldu íslenskir kommúnistar því enn
fram, að fyrir austan járntjald, í ríkjum sósíalista, væri hið fullkomn-
asta lýðræði. Hið litla útgáfufyrirtæki þeirra Geirs hét Stuðlaberg og
gaf það út hina frægu bók Guðinn sem brást árið 1950. Þar sögðu
ýmsir fyrrverandi kommúnistar, þar á meðal rithöfundarnir Arthur
Koestler og Stephen Spender, frá reynslu sinni. Ári síðar gaf Stuðla-
berg út hrollvekju Georges Orwells um framtíðarríki sósíalismans,
Nítján hundruð áttatíu og fjögur, og árið 1952 kom út bók um
spænskan byltingarmann, sem setið hafði í fangabúðum Stalíns, E1
Campesino. Árið 1955 stóð Geir síðan með Bjarna Benediktssyni
menntamálaráðherra, Gunnari Gunnarssyni rithöfundi, Tómasi Guð-
mundssyni skáldi og fleiri frjálslyndum menntamönnum að stofnun
Almenna bókafélagsins. Skyldi hið nýja bókafélag mynda nokkurt
mótvægi við áhrifum kommúnista. Geir var frá upphafi stjórnarfor-
maður Stuðla hf., sem var styrktarfélag Almenna bókafélagsins, en
Eyjólfur Konráð Jónsson var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins.
V
Fyrsta eiginlega forystuhlutverk Geirs Hallgrímssonar í Sjálfstæðis-
flokknum var formannsstaðan í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðis-
manna í höfuðstaðnum. Geir tók við formannsstarfinu á aðalfundi
félagsins hinn 25. apríl 1952. Hann var því í forystusveit Sjálfstæðis-
flokksins í tæpa fjóra áratugi. Og sú er leiklistarleg útsjónarsemi ör-
laganornanna á hinu pólitíska sviði, að einmitt á því ári gerast at-
burðir í Sjálfstæðisflokknum, sem skóku hann lengi á eftir. Það var