Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 31

Andvari - 01.01.1994, Side 31
andvari GEIR HALLGRÍMSSON 29 Borgarstjóratíð Geirs Hallgrímssonar einkenndist af miklum fram- kvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar, sérstaklega í gatnagerð. Breyttust stræti borgarinnar á undraskömmum tíma úr holóttum malargötum í greiðfærar, malbikaðar brautir. Samþykkt var tíu ára áætlun um fullnaðarfrágang gatna í Reykjavík árið 1962. Geir tók skipulagsmál mjög föstum tökum, og var nýtt aðalskipulag sam- þykkt, sem gilda skyldi frá 1963 til 1983, en þá var gert ráð fyrir, að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu orðnir 150 þúsund alls. Þetta að- alskipulag var mikið að vöxtum, frumsmíð, sem vakti athygli víðar en hér á landi. Heitt vatn var leitt í hvert hús í borginni, en sú fram- kvæmd hafði hafist á stríðsárunum. Ásýnd Reykjavíkur varð bjartari, snyrtilegri og líflegri. Árbæjarhverfi reis og síðar Breiðholtshverfi, og hafnar voru framkvæmdir við höfn í Vatnagörðum, Sundahöfn. Glæsileg íþróttamannvirki voru reist í Laugardal, hin mikla sundlaug þar, leikvangurinn og Laugardalshöllin, sem einnig var notuð fyrir ráðstefnur og ýmsar samkomur. Þá var Borgarspítalinn reistur í tíð Geirs Hallgrímssonar. Enn er þess að geta, að Landsvirkjun, sam- eignarfyrirtæki Reykjavíkurborgar og ríkisins, var stofnuð, en það fyrirtæki gerði mikla virkjun við Búrfell og seldi rafmagnið til nýs ál- vers í Straumsvík, sem svissneskt stórfyrirtæki átti. Var það mikil lyftistöng atvinnulífs á Reykjavíkursvæðinu. En um leið og Geir var ódeigur við framkvæmdir, gætti hann þess vandlega, að fjárhagur borgarinnar færi ekki úr böndum. Gunnlaugur Pétursson, þá borgar- ritari, sagði eitt sinn við mig: „Þekking hans Geirs á borgarrekstrin- um hætti aldrei að koma mér á óvart. Ef örlítil nál tapaðist í hinum gríðarlega heystakki borgarinnar, var eins víst, að borgarstjórinn einn vissi, hvar hana var að finna.“ Þótt Geir Hallgrímsson væri vinsæll og vel metinn borgarstjóri í Reykjavík, tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fylgi í þeim þrennum borgar- stjórnarkosningum, sem hann gekk til undir forystu Geirs. Var ein meginástæða þess vafalaust, að flokkurinn átti aðild að ríkisstjórn, en reynslan sýnir, að þá versnar oft vígstaða hans í bæjarstjórnar- kosningum, þótt ekki sé það einhlítt. Árið 1962 hlaut flokkurinn 52,8% atkvæða og níu borgarfulltrúa kjörna, missti einn. Það var nýlunda í þeim kosningum, að Geir hóf að halda hverfafundi víðs vegar um Reykjavík, þar sem hann sat fyrir svörum um hugðarefni borgarbúa. Kynntust Reykvíkingar þar yfirburðaþekkingu Geirs á borgarmálum. Ég sótti nokkra hverfafundi síðar í borgarstjóratíð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.