Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 36

Andvari - 01.01.1994, Side 36
34 DAVIÐ ODDSSON ANDVARI mjög tengst persónu borgarstjórans. Hann hlaut því að hafna boð- inu. Nokkrar áskoranir bárust einnig til Jóhanns um að gera Gunnar Thoroddsen að ráðherra. Talið var að þær væru settar fram með þegjandi samþykki Gunnars, en það varð úr, að Auður Auðuns varð dómsmálaráðherra, fyrst íslenskra kvenna til að gegna ráðherra- starfi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík haustið 1970 markaði tímamót í sögu flokksins. Nýr tími fór í hönd; nýir menn komu fram á sjónarsviðið, en aðrir hurfu af velli. Geir Hallgrímsson gaf kost á sér í þessu prófkjöri og varð þar langefstur. Næstur honum varð Jó- hann Hafstein, en Gunnar Thoroddsen varð í þriðja sæti. Þeir Ólafur Björnsson hagfræðiprófessor og Birgir Kjaran hagfræðingur féllu báðir um nokkur sæti í prófkjörinu, en Ellert B. Schram, þáverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, náði góðum árangri. Þegar stillt var upp á framboðslista flokksins í Reykjavík, hafði Geir Hallgrímsson ákveðið að víkja úr fyrsta sæti fyrir formanni flokksins, Jóhanni Hafstein. Höfðu sumir stuðningsmenn Geirs lagt að honum að taka fyrsta sætið, en hann vildi það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var 25.-28. apríl 1971 í Reykjavík, varð ekki síður sögulegur en prófkjörið haustið áð- ur í höfuðborginni. Þá gerðist það í fyrsta skipti í sögu Sjálfstæðis- flokksins, að flokksmenn skiptust opinberlega í tvær fylkingar á landsfundi, stuðningsmenn þeirra Jóhanns Hafsteins og Geirs Hall- grímssonar annars vegar og Gunnars Thoroddsens hins vegar. Þótt kosning væri óhlutbundin, svo að allir landsfundarfulltrúar væru í kjöri, gaf Jóhann einn kost á sér í formannsstöðuna, en þeir Geir og Gunnar kepptu um varaformannssætið. Var nú hart barist um hvern landsfundarfulltrúa og ráku stuðningsmenn beggja frambjóðenda kosningaskrifstofur, síðustu daga í sérstökum herbergjum hótelsins, þar sem landsfundurinn var haldinn. Auk nokkurra nánustu vina Geirs, sem höfðu veg og vanda af skipulagningu baráttunnar, þeirra Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Höskuldar Ólafssonar og Baldvins Tryggvasonar, störfuðu meðal annarra Ragnar Kjartansson, Hörður Einarsson og Víglundur Þorsteinsson að framboði hans. Hörður var þá formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en þeir Ragnar og Víglundur voru fyrrverandi framkvæmdastjórar fulltrúa- ráðsins og kunnu því vel til verka í öllum kosningum. Úrslit í for- mannskjöri urðu þau, að Jóhann Hafstein var kjörinn formaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.