Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 36
34
DAVIÐ ODDSSON
ANDVARI
mjög tengst persónu borgarstjórans. Hann hlaut því að hafna boð-
inu. Nokkrar áskoranir bárust einnig til Jóhanns um að gera Gunnar
Thoroddsen að ráðherra. Talið var að þær væru settar fram með
þegjandi samþykki Gunnars, en það varð úr, að Auður Auðuns varð
dómsmálaráðherra, fyrst íslenskra kvenna til að gegna ráðherra-
starfi.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík haustið 1970 markaði
tímamót í sögu flokksins. Nýr tími fór í hönd; nýir menn komu fram
á sjónarsviðið, en aðrir hurfu af velli. Geir Hallgrímsson gaf kost á
sér í þessu prófkjöri og varð þar langefstur. Næstur honum varð Jó-
hann Hafstein, en Gunnar Thoroddsen varð í þriðja sæti. Þeir Ólafur
Björnsson hagfræðiprófessor og Birgir Kjaran hagfræðingur féllu
báðir um nokkur sæti í prófkjörinu, en Ellert B. Schram, þáverandi
formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, náði góðum árangri.
Þegar stillt var upp á framboðslista flokksins í Reykjavík, hafði Geir
Hallgrímsson ákveðið að víkja úr fyrsta sæti fyrir formanni flokksins,
Jóhanni Hafstein. Höfðu sumir stuðningsmenn Geirs lagt að honum
að taka fyrsta sætið, en hann vildi það ekki.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var 25.-28. apríl
1971 í Reykjavík, varð ekki síður sögulegur en prófkjörið haustið áð-
ur í höfuðborginni. Þá gerðist það í fyrsta skipti í sögu Sjálfstæðis-
flokksins, að flokksmenn skiptust opinberlega í tvær fylkingar á
landsfundi, stuðningsmenn þeirra Jóhanns Hafsteins og Geirs Hall-
grímssonar annars vegar og Gunnars Thoroddsens hins vegar. Þótt
kosning væri óhlutbundin, svo að allir landsfundarfulltrúar væru í
kjöri, gaf Jóhann einn kost á sér í formannsstöðuna, en þeir Geir og
Gunnar kepptu um varaformannssætið. Var nú hart barist um hvern
landsfundarfulltrúa og ráku stuðningsmenn beggja frambjóðenda
kosningaskrifstofur, síðustu daga í sérstökum herbergjum hótelsins,
þar sem landsfundurinn var haldinn. Auk nokkurra nánustu vina
Geirs, sem höfðu veg og vanda af skipulagningu baráttunnar, þeirra
Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Höskuldar Ólafssonar og Baldvins
Tryggvasonar, störfuðu meðal annarra Ragnar Kjartansson, Hörður
Einarsson og Víglundur Þorsteinsson að framboði hans. Hörður var
þá formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en þeir
Ragnar og Víglundur voru fyrrverandi framkvæmdastjórar fulltrúa-
ráðsins og kunnu því vel til verka í öllum kosningum. Úrslit í for-
mannskjöri urðu þau, að Jóhann Hafstein var kjörinn formaður