Andvari - 01.01.1994, Side 38
36
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
sín og Geirs Hallgrímssonar. Það varð hins vegar að samkomulagi,
að Jóhann gæfi aftur kost á sér til formanns og Geir aftur til varafor-
manns, en Gunnar Thoroddsen yrði formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna og gæfi hvorki kost á sér til formanns né varaformanns; áður
hafði Jóhann Hafstein gegnt stöðu þingflokksformanns jafnframt því
að vera formaður, eins og Bjarni Benediktsson á undan Jóhanni. En
í byrjun sumars 1973 veiktist Jóhann Hafstein alvarlega, og sagði
hann af sér formennsku á miðstjórnarfundi 12. október. Geir Hall-
grímsson, varaformaður flokksins, tók við formennskunni fram að
næsta landsfundi, en kallaður var saman flokksráðsfundur til þess að
velja flokknum nýjan varaformann. Náðist samkomulag um það, að
Magnús Jónsson frá Mel gæfi kost á sér til varaformanns, en Ingólfur
Jónsson hafði áður hafnað því að vera í kjöri. Á flokksráðsfundinum
16. nóvember 1973 hlaut Magnús 86 atkvæði í varaformannsstólinn,
Gunnar Thoroddsen 12 atkvæði og Ingólfur Jónsson 7 atkvæði.
X
Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar hrökklaðist frá vorið 1974, eftir
að hún hafði misst þingmeirihluta sinn, er Samtök frjálslyndra og
vinstri manna klofnuðu. Rauf Ólafur þá þing og boðaði til kosninga
30. júní. Hafði vinstri stjórnin orðið að falla frá ætlun sinni að segja
upp varnarsamningnum við Bandaríkin og reka varnarliðið úr landi,
eftir að almenningsálitið snerist eindregið gegn því og 55.522 íslend-
ingar höfðu skrifað undir áskorun til hennar um að treysta heldur
vestrænt samstarf. Vinstri stjórnin réð ekkert við verðbólguna, sem
fór úr tæplega 10% í nálega 50% um það leyti, er hún fór frá. Tók 20
ár að koma jafnvægi á verðlagsmál á ný. Sjálfstæðisflokkurinn gekk
undir forystu Geirs Hallgrímssonar til kosninganna með þrjú megin-
stefnumál, að koma á jafnvægi í efnahagsmálum, að treysta varnar-
samstarfið við Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir og að færa fisk-
veiðilögsöguna út í 200 mílur. Hafði stefnan um útfærslu í 200 mílur
verið samþykkt á sérstökum fundi þingflokks og miðstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins í Borgarnesi 30. ágúst 1973, m. a. að frumkvæði Eyj-
ólfs Konráðs Jónssonar og Ragnhildar Helgadóttur.
I þingkosningunum 1974 vann Sjálfstæðisflokkurinn stórsigur,
hlaut 42,7% atkvæða og 25 þingmenn kjörna. Eftir talsvert þóf og til-