Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 50

Andvari - 01.01.1994, Síða 50
48 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI Kristján Eldjárn, forseti íslands, tók í lok janúar að þreifa fyrir sér um myndun utanþingsstjórnar, sem átti að verða undir forsæti dr. Jó- hannesar Nordals seðlabankastjóra, og hafði Jóhannes goldið jáyrði við að reyna slíka stjórnarmyndun, yrði þess þörf. Gunnar Thorodd- sen var líka tekinn að hugsa sér til hreyfings. Lét hann boð berast til forystumanna hinna flokkanna fram hjá Geir Hallgrímssyni, að hann væri fús til þess að reyna stjórnarmyndun. Fyrst var rætt um aðild Alþýðuflokksins að slíkri stjórn, en síðar um samstarf sjálfstæðis- manna við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag. Forystumenn Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins gripu þetta boð fegins hendi, enda sáu þeir sér leik á borði að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eða að minnsta kosti að sá fræjum úlfúðar og óeiningar innan hans. Geir sagði mér síðar, að hann teldi að Framsóknarflokkurinn hefði aldrei gengið til þessa ódrengskaparleiks, ef Ólafur Jóhannesson hefði áfram verið formaður hans. í blöðum birtust fyrst fréttir um umleit- anir Gunnars 31. janúar, og vöktu þær mikla athygli. Daginn eftir gerði Gunnar grein fyrir viðræðum sínum á fundi þingflokks sjálf- stæðismanna og lagði til, að gengið yrði til stjórnarmyndunarvið- ræðna við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag. Tillaga hans kom ekki til atkvæða, því að samþykktar voru tvær aðrar tillögur frá for- manni þingflokksins, Ólafi G. Einarssyni. Önnur var um það, að stjórnarmyndunarumboð Geirs Hallgrímssonar væri ítrekað, hin um það, að stefnt skyldi að minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins með hlutleysi eða stuðningi Alþýðuflokksins, ef allar tilraunir til myndun- ar meirihlutastjórnar mistækjust. Þá um kvöldið komu þeir Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen hvor í sínu lagi fram í sjón- varpsfréttum, og sáust óneitanlega nokkur reiðimerki á Geir, sem var annars að jafnaði manna stilltastur. Var augljóst að honum sárn- aði mjög hvernig komið var fram, svo að vægt sé til orða tekið. Hafa samþykktir þingflokksins þennan dag síðar verið nokkuð umdeildar. Ýmsum hefur þótt sem hyggilegra hefði verið að ganga til viðræðna við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag með Gunnari í stað þess að hafna viðræðunum alveg, eins og gert var. Aldrei verður neitt fullyrt um það með vissu. Gunnar Thoroddsen átti aðeins vísan stuðning eins þingmanns, Eggerts Haukdals, þegar hann hóf stjórnarmyndunarviðræður sínar við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag. En 3. febrúar 1980 lýsti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.