Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 53

Andvari - 01.01.1994, Page 53
andvari GEIR HALLGRÍMSSON 51 Reykjavíkur, og sagði Geir Hallgrímsson við mig af því tilefni, að þá hefði hann orðið glaðastur á stjórnmálaferli sínum. Þau Erna komu til okkar Ástríðar á Lynghagann þá um nóttina og gáfu okkur bók Knuds Zimsens borgarstjóra, með fallegri áritun. Bókin er mér dýr- gripur, en þessir þrír borgarstjórar sem þarna lentu óvart saman á einni bók, stjórnuðu Reykjavík í 40 ár og höfðu hver með sínum hætti mikil áhrif á mótun hennar og þróun. En skammt er stórra högga í milli. Geir Hallgrímsson varð fyrir enn einu áfallinu á stjórnmálaferli sínum, þegar sjálfstæðismenn í Reykjavík gengu til prófkjörs haustið 1982 um skipan framboðslista fyrir þingkosningarnar 1983. Þá var að kröfu Alberts Guðmunds- sonar notuð sama aðferð og 1978, að þátttakendur í prófkjörinu krossuðu við frambjóðendur, svo að sá lenti í efsta sæti, sem flesta fengi krossana. Þessi aðferð er mjög vafasöm, ef velja á milli fleiri en tyeggja frambjóðenda. Úrslitin endurspegluðu ekki raunverulegan vilja þátttakenda um það, hvernig listinn skyldi skipaður. Úrslitin í prófkjörinu urðu söguleg: Albert Guðmundsson fékk flestar merk- ingar og lenti í efsta sæti, en Geir Hallgrímsson hrapaði niður í sjö- unda sæti, sem var alls ekki öruggt þingsæti, en aðeins komust fimm efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á þing í næstu kosn- ingum á undan. Geir fékk fréttirnar af þessum úrslitum að kvöldi 30. nóvember 1982, þar sem hann var staddur í samkvæmi hjá Birni Hallgrímssyni, bróður sínum. Þótt hann bæri sig karlmannlega eins °g jafnan og léti ekki á sér sjá nein svipbrigði, sagði hann nánustu trúnaðarmönnum sínum þá um kvöldið og nóttina, að eðlilegast væri að kalla saman landsfund þegar í febrúar á komandi ári, þar sem hann segði formannsstöðu í Sjálfstæðisflokknum lausri og drægi sig í hlé frá stjórnmálum. Geir barst hins vegar fjöldi áskorana um að standa einnig þennan storm af sér. Á flokksráðsfundi 3.-4. desember 1982 kvaðst Geir myndu taka sjöunda sætið á lista flokksins í Reykjavík í komandi kosningum, þótt hann leyndi því ekki, að hann hefði orðið fyrir miklum persónulegum vonbrigðum. Sagði hann, að þetta hefði verið ein erfiðasta ákvörðun, sem hann hefði orðið að taka á stjórnmálaferli sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.