Andvari - 01.01.1994, Side 55
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
53
til hliðar persónulegan metnað, sem vissulega var mjög ríkur. Fyrir
öllu var að dómi hans að tryggja eðlileg forystuskipti í flokknum og
koma í veg fyrir viðsjár manna í milli. Mér kemur í hug vísa eftir
danska skáldið Vilhelm Krag, þegar ég leitast við að lýsa framgöngu
Geirs um þetta leyti:
Menn fá klapp og frægð og frama
fyrir hreysti og dug.
En til að voga að virðast ragur
vantar flesta hug.
Gunnar Thoroddsen gaf ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1983, enda þá orðinn veik-
ur maður. Ágreiningur um uppstillingar í öðrum kjördæmum var
leystur í prófkjörum. Sjálfstæðisflokkurinn gekk heill og óskaddaður
til þingkosninganna 23. apríl 1983, sem hlýtur að teljast nánast
kraftaverk eftir allt það, sem á undan fór. Vann flokkurinn góðan
sigur, hlaut 38,7% atkvæða og 23 þingmenn. Pað varpaði þó nokkr-
tim skugga á sigurinn, að sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir
Hallgrímsson, komst ekki á þing; aðeins féllu sex þingsæti í hlut sjálf-
stæðismanna í Reykjavík.
Eftir þingkosningarnar sumarið 1983 kom það fljótlega í ljós, að
einu flokkarnir, sem voru reiðubúnir til að axla ábyrgð, voru Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknarflokkur, og leiddi Geir Hallgrímsson
stjórnarmyndunarviðræður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Eftir að
flokksráð Sjálfstæðisflokksins hafði samþykkt samstarf við Fram-
sóknarflokkinn og drög að stjórnarsáttmála, var haldinn fundur í
þingflokki sjálfstæðismanna 25. maí 1983, þar sem Geir lagði það til,
að Sjálfstæðisflokkurinn tæki þann kost að fara með forsæti hinnar
nýju ríkisstjórnar. Tók hann það fram, að staða forsætisráðherra væri
ekki bundin við sig. Átti Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt þeim kosti
að hafa fimm ráðherra og sex ráðuneyti. Hinn kosturinn var, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði sex ráðherra og sjö ráðuneyti, en Fram-
sóknarflokkurinn færi með forsæti ríkisstjórnarinnar, hefði fjóra ráð-
herra og fimm ráðuneyti. En nú var komið annað hljóð í þingmenn
Sjálfstæðisflokksins en árið 1974, þegar þeir stóðu frammi fyrir svip-
uðum kostum. Eftir að Geir Hallgrímsson hafði vikið af fundi, var
gengið til atkvæða um tillögu hans, og urðu úrslit þau, að 9 þing-
ntenn vildu samþykkja hana, en 13 kusu hinn kostinn, að Sjálfstæðis-