Andvari - 01.01.1994, Síða 57
ANDVARI
GEIR HALLGRÍMSSON
55
reglulega til skrafs og ráðagerða um viðhorf og verkefni margir
kunnustu stjórnmálamenn Vesturlanda og athafnamenn á heims-
mælikvarða. Til þess að umræður geti verið hreinskilnislegar, er
fréttamönnum ekki hleypt inn á fundina og trúnaður áskilinn um
það, sem sagt er þar, en að öðru leyti eru þetta vitaskuld engin leyni-
eða pukursamtök. Geir Hallgrímsson kom mér í kynni við þessi
ágætu samtök, sem kennd eru við Bilderberg í Hollandi, árið 1987.
Þýðing slíkra funda var enn meiri á árum meiri andstæðna í stjórn-
málum og þegar upplýsingar lágu ekki eins fyrir og nú, og get ég bor-
ið vitni um það, að betra tækifæri til að kynnast skoðunum áhrifa-
manna í Evrópu og Ameríku á stjórnmálum og atvinnulífi gefst vart.
A meðan Geir var utanríkisráðherra, beitti hann sér fyrir því, að ís-
lendingar tækju að fylgjast betur með hernaðarsamstarfi Atlantshafs-
þjóðanna, og sjálfur var hann sannfærður um það, að Atlantshafs-
bandalaginu væri réttast lýst með því, að það væri stærsta og öflug-
asta friðarhreyfing tuttugustu aldar. Það er gaman og fróðlegt að lesa
umræður um utanríkismál á Alþingi í tíð Geirs, því ljóst er að ráð-
herrann hefur yfirburða þekkingu á viðfangsefninu og trausta sann-
færingu til að byggja á víðsýna stefnu. Lesandinn skynjar einnig
Hjótt, að þingmönnum þótti til um að eiga orðastað við Geir um
þessi mál í þinginu.
XVI
Sumarið 1983 leið að landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem ákveðið
hafði verið, að haldinn skyldi 3.-6. nóvember þetta ár. Geir Hall-
grímsson kallaði á okkur Þorstein Pálsson á sinn fund í utanríkis-
ráðuneytinu síðla sumars. Þar sagði hann okkur, að hann hygðist
ekki gefa kost á sér til formanns í Sjálfstæðisflokknum á landsfundin-
um. Hann væri reiðubúinn til þess að styðja annan hvorn okkar Þor-
steins í formannssætið. Hann vildi ekki gera upp á milli okkar, en tók
það hins vegar fram, að sennilega væri ég líklegri til þess að ná kjöri,
þar eð ég væri borgarstjóri í Reykjavík og nyti þess, að Sjálfstæðis-
dokkurinn hefði undir forystu minni endurheimt meirihlutann í
Reykjavík. Geir sagði, að fyrir sér vekti að við tveir gerðum það upp
°kkar í milli, hvor gæfi kost á sér í stöðuna. Ég kvaðst þurfa að ein-
beita mér að starfi borgarstjóra þar sem ég hefði ekki gegnt því þýð-