Andvari - 01.01.1994, Page 82
80
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
kveðið á um hátnark. Á þetta féllst breski lagaprófessorinn H. A. Smith,
sem mat niðurstöðu bresk-norsku fiskveiðideilunnar svo:
Dómstóllinn féllst án gagnraka á hina fornu kröfu Norðmanna og nær samþykkt hans
líka til Svía, sem reisa kröfur sínar á sömu rökum. Af þessu er ljóst, að erfitt verður
að standa gegn kröfum Spánverja, sem eiga sér enn lengri sögu. Og það eru ekki að-
eins Bretar, sem eru í vandræðum. Engin þjóð, sem fram til þessa hefur haldið fram
gildi þriggja mílna reglunnar, mun geta varið þá afstöðu fyrir alþjóðadómstólnum.
Jafnframt virðist ljóst, að sérhverju ríki er nú heimilt að draga grunnlínur samkvæmt
eigin óskum, svo fremi sem það er gert innan skynsamlegra marka og má þá taka til-
lit til lögunar strandlengjunnar, efnahagslegra þarfa viðkomandi þjóðar og jafnvel
fleiri þátta, sem máli skipta.20
íslendingar töldu sig einnig eiga sögulegan rétt til fjögurra mílna fiskveiði-
lögsögu og er úrslit voru fengin í deilu Norðmanna og Breta sáu þeir enga
ástæðu til að bíða lengur. Hinn 19. mars 1952 gaf sjávarútvegsráðuneytið út
reglugerð um verndun fiskimiða við Island.21 Samkvæmt 1. grein reglugerð-
arinnar voru allar veiðar með botnvörpu og dragnót bannaðar innan línu,
sem hugsaðist dregin fjórar sjómflur frá eyjum og ystu skerjum allt um-
hverfis landið. Nýja línan var dregin á sama hátt og í Noregi, þ.e. beinar
grunnlínur voru dregnar á milli ystu nesja og tanga og umhverfis eyjar og
náði fiskveiðilögsagan fjórar sjómflur til hafs frá þeim. Útlendingum voru
bannaðar allar veiðar innan markanna, en íslendingar máttu stunda þar
veiðar með öðrum veiðarfærum en dragnót og botnvörpu. Reglugerðin tók
gildi 15. maí 1952.
Ekki leikur á tvennu, að úrslit norsk-bresku deilunnar voru íslendingum
hallkvæm. Ear við bættist, að um þetta leyti var laganefnd Sameinuðu þjóð-
anna, að frumkvæði Islendinga, að kanna hvaða reglur giltu um afmörkun
landhelgi og bentu fyrstu niðurstöður þeirrar rannsóknar til þess að kröfur
íslendinga ættu við rök að styðjast. Rannsókn laganefndarinnar mætti tölu-
verðri andstöðu Breta og Hollendinga, sem héldu því fram, að þriggja
mílna lögsaga hefði unnið sér hefð í alþjóðalögum. Af þeim sökum leitaði
laganefndin álits aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og bárust svör frá fjöru-
tíu og einu ríki. Þau voru gefin út árið 1953 og má skipta þeim í fimm
flokka.
I fyrsta flokknum voru sautján ríki, sem lýstu sig hlynnt þriggja mflna
lögsögu, en töldu þó að við mætti bæta sérstöku belti til að auðvelda toll-
og heilbrigðiseftirlit. Þessi ríki voru: Ástralía, Belgía, Kína, Danmörk,
Vestur-Þýskaland, Bretland, Indland, Indónesía, ísrael, Japan, Líbería,
Holland, Nýja-Sjáland, Pakistan, Pólland, Suður-Afríka og Bandaríkin.
I öðrum flokknum voru Norðurlöndin fjögur, ísland, Noregur, Svíþjóð
og Finnland, og lýstu sig öll fylgjandi fjögurra mílna lögsögu.
I þriðja flokknum voru fjórtán ríki, sem kváðust fylgjandi sex mílna land-