Andvari - 01.01.1994, Page 84
82
JÓN P. ÞÓR
ANDVARI
þjónusta væri lítil. Af þeim sökum væri ljóst, að flestir útgerðarmenn
myndu fremur kjósa að halda áfram veiðum við ísland.
Tölulegar heimildir bera með sér að á næstu árum jukust veiðar breskra
togara við Grænland nokkuð.24 Sjómönnum var þó jafnan illa við að sækja
á Grænlandsmið vegna tíðra illviðra og hættu á rekís. Arið 1952 fórst togari
frá Hull við Grænland með tuttugu manna áhöfn og árið eftir voru fjórir
togarar hætt komnir þar.25
En hugmyndir um auknar veiðar við Grænland leystu engan veginn þau
vandamál, sem embættismenn í breska utanríkisráðuneytinu áttu við að
glíma í ársbyrjun 1952. Hinn 3. janúar komu fulltrúar utanríkis-, sjávarút-
vegs- og flotamálaráðuneytis saman til fundar ásamt skoska sjávarútvegs-
ráðherranum og var væntanleg útfærsla íslensku fiskveiðilögsögunnar þar
til umræðu. Á fundinum var frá því skýrt að fulltrúar íslenskra og breskra
stjórnvalda myndu hittast í Lundúnum eftir u.þ.b. tvær vikur. Fulltrúarnir
frá sjávarútvegs- og flotamálaráðuneytinu töldu hyggilegast að bíða og sjá
hvað íslendingar hefðu í hyggju, en þeir úr utanríkisráðuneytinu bentu á,
að Bretum væri trúlega betra að koma ekki tómhentir til fundarins. Peir
óttuðust að íslendingar myndu fylgja fordæmi Norðmanna og færa fisk-
veiðilögsöguna út í fjórar sjómílur frá grunnlínum. Sú staðreynd, að Islend-
ingar hefðu samþykkt að koma til viðræðna, sýndi hins vegar að þeir „vildu
vera sanngjarnir" og því væri Bretum hollast að sýna sanngirni á móti. Á
fundinum kom fram tillaga um að bjóða íslendingum samkomulag um
þriggja og hálfrar mílu landhelgi, en í fundarlok urðu menn sammála um
að hittast aftur. Nýr fundur var ekki ákveðinn en samþykkt að afla frekari
upplýsinga um fyrirætlanir íslendinga og að tilkynna ríkisstjórnum Hol-
lands og Belgíu um fyrirhugaðar viðræður.26
Næstu tvær vikurnar unnu embættismenn í ráðuneytum sjávarútvegs- og
utanríkismála hörðum höndum að því að finna lausn er leitt gæti til nýs
samnings er tryggði breskum togurum rétt til veiða nær landi en fjórar
sjómílur. Öllum var ljóst, að eftir dóm alþjóðadómstólsins í deilu Breta og
Norðmanna væri lagaleg staða Breta mjög veik og því væri um það eitt að
ræða að bjarga því sem bjargað yrði. Hinn 18. janúar luku embættismenn
utanríkisráðuneytisins við skýrslu um stöðu Breta í komandi viðræðum við
íslendinga. Skýrslan var send landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu og
sagði þar, að í ljósi niðurstöðu Haagdómstólsins ættu Bretar erfitt með að
færa lagaleg rök gegn útfærslu í fjórar sjómílur og engin von væri til þess að
vinna slíkt mál fyrir dómnum. Dómsniðurstaðan hefði verið einkar hall-
kvæm strandríkjum og að auki hefðu dómararnir lagt mikla áherslu á að
Noregur væri lítið ríki, sem byggði afkomu sína að verulegu leyti á fisk-
veiðum. Þau rök ættu enn frekar við um ísland. í ljósi þessa lögðu skýrslu-
höfundar til að Bretar féllust á að Faxaflóa yrði lokað fyrir öllum botn-