Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 86

Andvari - 01.01.1994, Side 86
84 JÓN P. PÓR ANDVARI kemur fram, að Bretum var hreint ekki ljóst hvernig þeir ættu að snúa sér í málinu. Á minnisblaðinu sagði, að þar eð líklegt væri að aðgerðir íslend- inga hlytu náð fyrir augum dómara við alþjóðadómstólinn, væri eina von Breta sú að ná einhverskonar samkomulagi, sem heimilaði breskum togur- um áframhaldandi veiðar á hefðbundnum veiðislóðum. íslendingar væru hins vegar ekki í samningahug og þá virtust Bretar eiga um fjóra möguleika að velja: a) að vísa deilunni til alþjóðadómstólsins í Haag; b) að freista þess að ná samkomulagi, sem hlyti að ráðast af því hvaða leiðir íslendingar veldu að fara; c) að láta málin hafa sinn gang, fallast á allar þær reglugerðir sem íslensk stjórnvöld settu og hætta veiðum á íslandsmiðum; d) að grípa til gagnaðgerða með því að banna íslenskum fiskiskipum að landa í Bretlandi um leið og íslendingar tækju að beita breska togarasjó- menn hörðu.2y Fyrsta möguleikanum var hafnað á þeim forsendum að íslendingar myndu að öllum líkindum vinna málið fyrir alþjóðadómstólnum og þriðji möguleikinn var útilokaður þar sem aðilar í breskum sjávarútvegi myndu aldrei fallast á hann. Fjórði valkosturinn var ekki talinn samræmast alþjóð- legum skuldbindingum Breta og þá var aðeins einn kostur eftir, að reyna að ná einhverskonar samkomulagi. Embættismaðurinn, sem skrifaði minn- isblaðið, mælti með því að breska ríkisstjórnin stæði fast á stefnu sinni og síðan yrðu menn að vona að íslendingar tækju tillit til sjónarmiða Breta og yrðu af þeim sökum hógværari en ella.30 Þetta var vafalaust skynsamleg afstaða, en ekki líkleg til að skila miklum árangri. Islenska ríkisstjórnin var undir miklum þrýstingi heima fyrir og gat ekki leyft sér neitt óþarfa örlæti, eins og Thor Thors, sendiherra, skýrði Selwyn Lloyd, aðstoðarutanríkisráðherra Breta, frá á fundi, sem þeir áttu í París í byrjun febrúar 1952.31 I febrúarmánuði 1952 virðist breska ríkisstjórnin hafa markað ákveðna stefnu í málinu. Hún fólst í því að hvetja íslendinga til samninga en láta jafnframt í það skína, að aðilar í breskum sjávarútvegi kynnu að grípa til aðgerða, sem bresk stjórnvöld gætu ekkert gert til að koma í veg fyrir.32 Á meðan þessu fór fram spurðist breski sendiherrann í Reykjavík fyrir um það hjá yfirboðurum sínum í Lundúnum hvort hann ætti að reyna að fá bandaríska sendiherrann til þess að hvetja Islendinga til þess að fara sér hægt.33 Málið var rætt í Lundúnum en talið gagnslaust að reyna þessa leið, enda hefðu Bandaríkjamenn ekki reynst Bretum nein hjálparhella í málinu fram til þessa.34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.