Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 87

Andvari - 01.01.1994, Page 87
andvari FYRSTU SKREF í LANDHELGISMÁLINU 85 Ótti bresku ríkisstjórnarinnar við aðgerðir af hálfu aðila í sjávarútvegi var ekki ástæðulaus og ríkisstjórnin gat í raun lítið gert, þótt margir íslend- ingar muni hafa átt erfitt með að trúa því. Sannleikurinn var sá, að bresk stjórnvöld óttuðust ekki aðeins versnandi samskipti landanna, heldur einn- ig að skortur gæti orðið á fiski í Bretlandi ef íslenskum skipum yrði meinað að landa í breskum höfnum á sama tíma og breskir togarar yrðu að hverfa af miðunum við ísland. Petta kemur glöggt fram í bréfi, sem breski sjávar- útvegsráðherrann ritaði Anthony Eden, utanríkisráðherra, 3. mars 1952. Þar sagði að á ári hverju væri um 900 þúsund smálestum af fiski landað í breskum höfnum, en hætta væri á að það magn minnkaði um 150 þúsund smálestir.35 Hinn 23. apríl 1952 var haldinn í Lundúnum fundur háttsettra embættis- manna og ráðherra með forystumönnum í breskum sjávarútvegi. Þar lagði forseti Samtaka breskra togaraeigenda, J. Croft Baker, áherslu á að Bretar yrðu ekki einungis af miklum fiskafla við útfærslu íslensku landhelginnar, heldur myndu þeir einnig sitja uppi með lakari fisk en ella. Hann skýrði frá því að um það bil 21 prósent af öllum bolfiski, sem landað hefði verið í Englandi og Wales á árinu 1951, hefði komið af Islandsmiðum. Vafalaust mætti bæta tjónið að nokkru með því að veiða meira af lakari fiski á öðrum miðum, en mikið myndi tapast af fyrsta flokks fiski, sem einmitt seldist best. í því viðfangi gat Croft Baker þess, að árið 1951 hefðu 23 prósent af allri ýsu, sem barst á land í Englandi og Wales, komið af íslandsmiðum, 27 prósent af lúðu, 40 prósent af rauðsprettu og 14 prósent af kola. Samkvæmt útreikningum útgerðarmanna myndi afli breskra skipa við ísland minnka um 40 prósent ef landhelgin yrði færð út og þar af yrðu um 75 prósent fyrsta flokks fiskur.36 Erfitt er að meta sannleiksgildi þessara staðhæfinga, en þær hafa vafa- laust átt við nokkur rök að styðjast á sínum tíma. Fiskurinn, sem Croft Baker óttaðist að verða af, veiddist einkum á grunnslóð, og sama máli gegndi um smáþorsk, sem seldist oft dýru verði á breskum fiskmörkuðum. Þarna var einmitt komið að kjarna málsins, en meginmarkmið íslendinga var að friða grunnslóðina og uppeldisstöðvar með því að banna togveiðar á þeim. Með því mátti vernda ungfiskinn og þá stofna sem minnstir voru og veikastir. Og vitaskuld gat Croft Baker ekki vitað, að þegar grunnmiðun- um yrði lokað myndu ýmsir fiskstofnar taka við sér og veiði úr þeim verða mun betri utan landhelgi en áður hafði verið. Ýsustofninn í Faxaflóa var skýrasta dæmið um þetta og bar glöggt vitni um árangur friðunaraðgerð- anna.37 En forystumenn í breskum sjávarútvegi höfðu ekki einungis áhyggjur af því að minna bærist að af fyrsta flokks fiski. Á fundinum 23. apríl lét Croft Eaker þá skoðun í ljósi, að útfærsla íslensku fiskveiðilögsögunnar myndi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.