Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 95

Andvari - 01.01.1994, Page 95
KRISTINN E. ANDRÉSSON Ur Berlínardagbók 1930 16-8-30 14. þ.m. fór ég til Hamburg til þess að taka á móti Stefáni Einarssyni. Fann hann á Kaiserhof, þar sem hann sat yfir morgunverði. Hann var með dálítið yfirvararskegg, er hann ætlaði að hrella konuna með eftir því sem hann sagði. Mér þótti málrómur hans hvellari og einkennilegri en mig minnti hann væri. Ég sá líka á hrukkum á enninu að Stefán hafði elzt. Mér varð ónotalega við. Svona förum við, hugsaði ég. Æskan hverfur. Að öðru leyti fannst mér Stefán hinn sami og áður, látlaus í framkomu, hægur, en glaðlyndur og spaugsamur. Seinna sá ég, að hann var orðinn dálítið álútur, og fannst mér hann þá líkjast föður sínum. Hann sagði mér margar sögur af ferðalagi sínu heima úr Berufirði og upp á Fljótsdalshérað. Á sunnudags- kvöldið (14.), er við höfðum skoðað Hagenbeck, sátum við lengi tveir við Alster og Stefán sagði frá. Hann hafði heyrt margar sögur af Gunnari á Fossvöllum. Stefán hefir afar gaman af slíku, einkennilegum íslenzkum körlum og skrítnum talsháttum. Á hótelinu las Stefán fyrir mig allt, sem hann hafði skrifað um Halldór Kyljan [svo!] Laxness, aftur fyrir „Rauða kverið“. Síðan ræddum við lengi um það og var orðið framorðið, þegar við sofnuðum. Ég hvatti Stefán til þess að reyna að ljúka bók um Halldór fyrir jól og koma þannig af stað dómum um nýjustu bókmenntirnar. Á mánudag fórum við til Kiel og gisti Stefán hjá mér eftir að við höfðum setið hjá Nóru og Prinz um kvöldið og spjallað um heima og geima, einkum ísland og þjóðhátíðina og síðan Am- eríku. Snemma þann 16. fórum við til Lubeck, skoðuðum Maríukirkjuna, Schifferhaus og komum til Berlin um kvöldið. Kona Stefáns tók á móti okkur, og bjuggum við Passauer str. 5 hjá von Bordeaux. Næstu daga skoð- uðum við söfn í Berlin, heimsóttum frú Kroner og fundum Þórarinn [svo] Jónsson. Stefán lætur ekki mikið af sjálfum sér, en telur upp galla sína, seinvirkni og tregðu. Allir vita þó hversu traustur maður, eftirtektarsamur °g gáfaður hann er. Því geta menn t.d. veitt athygli, þegar menn eru með honum, að það kemur í ljós að hann veit hitt og þetta, er hann talar ekki um, ef það annars berst í tal; einkum furðaði mig, hve hann þekkti trjáteg- undir, kunni skil á málverkum o.s.frv.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.