Andvari - 01.01.1994, Side 98
96
KRISTINN E. ANDRÉSSON
ANDVARI
Kl. 2. fór Prinz til Leipzig til þess að halda fyrirlestur um ísland. Frú
Kroner, Nóra og ég gengum frá Anhalter Bahnhof yfir til Wertheim. Á
leiðinni skoðuðum við í Stresemannstrasse útstillingar ýmissa muna, er
einkum kvenfólk lætur hug sinn fanga, svo sem útsaum og aðra handiðn, en
þar voru m.a. leikföng og fagurmálað postulín. Pví næst gengum við um
ýmsa sali hjá Wertheim, sáum hvernig ýmsar frægar og tignar frúr höfðu
keppst við að gera menn sína hamingjusama á máltíðum með listfengum
borðbúnaði. Ég sá hvernig verzlunarhúsin eru ekki einungis sölubúðir
heldur menningarstofnanir, skólar fagurra lista í daglegu lífi, kennslustaðir
í smekkvísi og fegurð. Um kvöldið var „Scala“. Fyrst heimsótti ég Proud-
fool með Helvig. Hann bar fyrir okkur buff og urðum við að eta hraust-
lega. Amerikani þessi úr Chicago, þrekinn og hár, kringluleitur, ruff en
gamansamur, hreinlyndur og djarfur í allri framkomu, karlmenni og þrek-
menni, fellur mér með hverjum degi betur. Einkum var ég þetta kvöld hrif-
inn af áhuga hans, framtíðaráætlun, krafti, eldmóði og framsækni, bjartsýni
og trú án alls yfirlætis. Hann verður prófessor í Ameríku í landafræði, sem-
ur bækur með nýjum skoðunum nýrra aðferða [. . .].
Priðjudaginn fram að hádegi skoðuðum við málverkasafnið í Kron-
prinzer Palais, Nóra, frú Kroner og ég. Ekki kom þeim frúnum ásamt í
skilningnum á listinni. Við og við var frú Kroner all-beisk við Nóru, kallaði
hana Provinzlerkind eða undraðist að hún skyldi ekki vita þetta og þetta.
Pessar konur saman er merkilegt að athuga, svo mjög sem þær eru ólíkar
og eiga þó eflaust eitthvað sameiginlegt. Frú Kroner tekur hvert málverk
fyrir sig án tillits til höfundar og tímabils, einstakt og sjálfstætt og lifir það á
sína vísu. Hún vill vera öllu óháð, láta málverkið tala til sín eins og það
stendur frammi fyrir henni, ekki láta það rekja ætt sína og uppruna, heldur
birta sitt eigið líf, sinn eigin anda. Að hve miklu leyti þetta tekst getur allt
af leikið vafi á. Frú Kroner hefir á mörgum árum safnað sér mikillar þekk-
ingar og reynslu, hefir skerpt sjón sína og skilning og á vitanlega orðið hið
innra [ó]skrifuð lög, sem hún dæmir að einhverju leyti eftir án þess að hún
geri sér grein fyrir. Hvernig sem því kann að vera háttað er þessi sjón
hennar og skilningur aðdáunarverður, en jafnframt verða menn iðulega
varir hjá henni sjálfstrausts, stolts og kænskrar leikni í skýringum hennar
og framsetningu allri. Hún er mjög mælsk, á mjög létt með að koma hugs-
unum sínum í fagran búning og snjallt form, er ströng, einþykk, vill vita
bezt flesta hluti (og veit ótrúlega vel marga hluti). Pegar til manna kemur
notar hún mjög mælikvarðann: heilbrigður - veikur og dregur þar ákveðna
línu. Par greinir mjög á með okkur. Frú Kroner er ókvenleg í framkomu og
ófögur í vexti, gilda fætur, mjaðmamikil, feit nokkuð, brjóstastór, all-há,
lotin dálítið, ber yfirhöfuð með sér að hafa enga rækt lagt við líkama sinn,
gang, vaxtarlag eða hreifingar, heldur allt af stikað áfram eins og henni var