Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 100

Andvari - 01.01.1994, Síða 100
98 KRISTINN E. ANDRÉSSON ANDVARI hennar, fela hönd hennar í sínum eigin og láta straum saklausrar, hlýrrar vináttu leika í milli hjartnanna. Þegar hún hryggist (hún reiðist ekki) er hún lokkandi, og töfrandi þegar hún hlær. Hlátur hennar er heiður, barns- legur og óþvingaður. Að sjá augu hennar leiftra af gleði og vináttu gerir mig hamingjusaman. Jafn frjáls, einföld (unproblematisk) og hún er, vakn- ar einkum í nærveru frú Kroners barátta í brjósti hennar. Hún mælir sig við þessa stórbrotnu konu og finnst hún verða smá, ósjálfstæð. Hjónabandið er henni oft umhugsunarefni. Hún elskar Prinz, virðir hann og tilbiður (að mörgu leyti), en finnur til einhvers svipaðs og Rilke, er var allra manna viðkvæmastur og þóttist samt aldrei koma vinum sínum nógu nærri. Hún og Prinz eru oft sem einn maður, eins og ekkert skilji þau, allir veggir ein- staklingsins sé brotnir niður, en aftur og aftur koma stundir, að þau eins og fjarlægjast og veggirnir koma í ljós. Þetta tekur hana sárt. Annað er það, að henni þykir hún ekki nógu sjálfstæð, fylgja skoðunum Prinz um of, vera honum of bundin í einu og öllu, saknar ekki ástar hans en virðingar, vill eiga eitthvað sjálf, er hann hljóti að virða, mundi einnig vilja, að Prinz hlýddi ekki hennar dómum svo mjög, væri henni ólíkari. Hér sjá menn dæmi þess, hvernig hamingjusamasta hjónaband á sér skuggabletti. Nóra getur sagt skemmtilega frá, og lifir þá upp aftur liðna atburði. Á látbragði hennar, svip og hreifingum mætti þá lesa það sem hún segir, orð væri óþörf. Sjá Prinz og hana saman er unaðslegt. Samræmið og ástin á báða bóga er svo fagurt. Augu beggja leiftra þá svo dýrðlega, og segja alla þá ástarsögu þeirra frá bernsku, alla sælu þeirra og hrifningu. Það augna- ráð felur í sér fortíð, nútíð og framtíð, er eilíft, svo hreint, svo óendanlega auðugt. Það vekur í senn hjá mér fyllstu hrifningu og aðdáun en um leið of- urlitla öfundblandna hryggð, er eg get ekki gert við. Nóra - Irmgard. Það er tilkomumikið, dýrleg reynsla að kynnast þeim báðum saman. Aðra virði eg, hina elska eg, þrái virðingu og ást beggja. Eg stend Nóru mörgum sinn- um nærri, en samt vantar hana eitthvað sem eg þrái að kona mín ætti, eitt- hvað af kröfum sveitamannsins eftir raffineraðri borgarmey lætur hún óuppfyllt. Mig hryllir við hversu ástlaus eg er og sé betur og betur, að fyrir mig er engin kona til - og væri hún til, væri hún óhamingja mín, dauði minn! Þetta allt spannst út frá málverkasafninu. Við skoðuðum það með mestu athygli, enda er þar margt að sjá, frá ca. 1880. Mér þótti einkennilegt t.d. um Liebermann, að þegar hann málar menn í íbúðum þeirra (hörspuna- konurnar o.s.frv.) er eins og myndirnar væru teknar út úr Vefurum Haupt- manns, svo nákvæmar, sannleikstrúar og naturaliskar, en landslagsmyndir hans eins og meir sénar með innri augum, meir expressionismi, skærir litir, samruni, ónákvæmni. Mér datt í hug, að expressionisminn hefði fyrst fæðst úti í náttúrunni, er hún leystist upp fyrir innri augum dýrkandi listamanns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.