Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 107

Andvari - 01.01.1994, Page 107
ANDVARI HULDULJÓÐ SEM PASTORAL ELEGÍA 105 Þessi harða ádeila verður að teljast útúrdúr í kvæðinu og er raunar eins og skáldið finni þetta sjálfur því hann segir í upphafi næsta erindis, þess sjötta: Háðungarorð sem eyrun Huldu særa ei skulu spilla ljóði voru meir; - og snýr sér svo að öðru. En hvað kemur til að smekkmaðurinn og fagurkerinn Jónas Hallgrímsson leyfir sér þennan „spillandi“ útúrdúr? Ég held að það beri ekki að líta á þennan útúrdúr eða ofangreind ljóð smalans sem brot á byggingu kvæðisins heldur einmitt órjúfanlegan þátt í henni. Skýringin liggur í því að Jónas hefur ákveðna bókmenntategund að fyrirmynd, sem er hin fornfræga pastoral elegía. Kvæði hans sver sig nefni- lega að mörgu leyti í ætt við slík sveitasælu-harmljóð. Enda þótt Jónas yrki hér minningarkvæði fremur en sorgarljóð, þ.e. kveður ekki um nýlátinn mann, þá bera Hulduljóð sterkan svip af þessari tegund bókmennta.3 Skáldið hefur kannast við fornklassísk dæmi um slík harmljóð, svo sem eftir höfundana Þeókrítos, Moskos, Bíon og Virgil, en hjarðljóð þess síð- astnefnda (eklógar, búkólíka) voru námsefni í latínu á Bessastöðum þar sem Jónas sat á skólabekk.4 Sjálfsagt hefur hann líka þekkt yngri pastoral elegíur þar sem gætti gjarnan kristilegra áhrifa. Var andlátið þá oft gert ásættanlegra með því að lýsa því yfir að hinn látni væri nú kominn í betri vist hjá guði, en það var venja sem gætti að sjálfsögðu síður í heiðnum kvæðum fornaldar. Sveitasælu-harmljóð voru ennþá lifandi kvæðahefð á tímum evrópskrar rómantíkur og má t.d. nefna að kvæði Shelleys eftir Keats, Adonais, er frumleg grein á meiði þeirra. Það er fjölmargt í Hulduljóðum sem minnir á þessa tegund kvæða. Þar má nefna atriði eins og sviðið (sveitin); margar raddir eða persónur (tvær ef ekki þrjár auk ljóðmælanda); hinn „einfalda“ smala í niðurlaginu; hlutverk stefja í kvæðinu (hetjan sem stígur upp af bárum); hinn harmþrungna tón í byrjun; og táratalið í ljóðinu (náttúruandinn - Hulda - grætur hinn gengna mann). Allt er þetta alvanalegt í pastoral elegíum bæði fyrr og síðar og að sama skapi óvenjuleg samsetning í allri annarri kvæðagerð. Lycidas Taka mætti frægt dæmi um pastoral elegíu frá síðari öldum, kvæðið Lycidas eftir Milton.5 Ekki er víst hvort Jónas þekkti þetta kvæði (það hafði m. a. margoft komið út á þýsku, fyrst í nákvæmri þýðingu Simonar Grynaeus í Basel 1752) en því svipar að mörgu leyti til Hulduljóða. Lycidas er ort um skáldmæltan menntamann sem drukknaði í blóma síns aldurs á hafi úti.6 Þó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.