Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 111
ANDVARI
HULDUUÓÐ SEM PASTORAL ELEGÍA
109
„ . . . alt form felur í sér nokkra uppgerð“
„Engum ætti að koma það á óvart að íslensku skáldin á 19. öld hafi einnig
kunnað að meta hjarðljóðin og þess megi jafnt kenna í frumortum skáld-
skap þeirra sem í þýðingum sumra þeirra á honum,“ segir Kristján Árna-
son í nýlegri grein um forngríska Ijóðlist." Engum ætti að koma það á óvart
að Jónas Hallgrímsson skuli styðjast við fornfræga bókmenntagrein hjarð-
ljóða í minningarkvæði um mann sem sjálfur hafði haft þennan gríska og
rómverska kveðskap í hávegum. Mesta og frægasta kvæði sitt hafði Eggert
Olafsson einmitt ort í anda hinna fornu búnaðarbálka, sem voru grein á
meiði hjarðljóðanna alveg eins og pastoral elegían.
Hulduljóð eru ekki hefðbundin sveitasælu-harmljóð enda eru þau ekki
kveðin um nýlátinn mann. Þau taka hins vegar svo greinilega mið af ýms-
um venjum, myndum og minnum þessarar tegundar ljóða að það hlýtur að
verða að taka tillit til þess við túlkun kvæðisins. Annars er t.d. hætt við því
að túlkandi sjái frumleika þar sem enginn er eða þar sem frumleikinn er
öllu heldur fólginn í því hvernig skáldið velur og hafnar þáttum úr hefðinni
og snýr þeim jafnvel við eða aðlagar að eigin þörfum og reynsluheimi.
Halldór Laxness hefur lagt út af Hulduljóðum með þessum orðum:
Það er sagt að heilagur Frans hafi haldið ræður yfir fuglum. En má ég spyrja, hver
hefur túlkað með uppgerðarlausari viðkvæmni en Jónas þá ást mannshjartans sem
ekki er aðeins í eðli sínu viðkvæmust, heldur einnig djúptækust, ástina til móðurjarð-
arinnar og þess sem þar grær, - ég segi „uppgerðarlausari“, ekki óminnugur þess að
alt form felur í sér nokkra uppgerð.12
Þetta eru býsna glögg orð: Hulduljóð eru í senn einlægt kvæði en þó fullt af
formlegri tjáningu. „Innileikinn“ í vísum Eggerts og smalans felst að
nokkru leyti í bragarhættinum sjálfum, sem er einfaldur - stuttar línur,
reglubundin hrynjandi, þétt rím. Og formið í víðari skilningi setur svip sinn
á kvæðið í heild: hinn „skapheiti“ útúrdúr skáldsins og „innileg“ Ijóð smal-
ans í lokin eru í raun nokkuð hefðbundnir þættir í þessari tegund ljóða.
Þetta jafngildir auðvitað ekki því að Jónas hafi t.d. „gert sér upp“ sökn-
uð og eftirsjá í garð þess sem hann yrkir um, Eggerts Olafssonar. Öðru
nær: hann er hér að minnast skáldbróður síns og fyrirrennara á þann hátt
sem viðeigandi var, að votta honum virðingu sína einmitt með því að yrkja
minningarkvæði á fornum stofni. Eftirmæli sín um Bjarna Thorarensen orti
Jónas undir þeim bragarhætti sem það látna skáld hafði haft sérstakt dálæti
á. Minningarkvæði sitt um Eggert Ólafsson yrkir Jónas í þeirri sveitasælu-
hefð sem þessi forveri hans hafði iðkað á sinni tíð að fornklassískri fyrir-