Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 118

Andvari - 01.01.1994, Side 118
116 ARI PÁLL KRISTINSSON ANDVARI II Til þess að unnt sé að sinna þessum mikilvæga þætti þjóðmenningarinnar, orðatiltækjunum, er þörf aðgengilegra handbóka fyrir málnotendur. í þeim efnum búum við miklu betur nú en fyrir örfáum árum. í árslok 1993 kom út nýtt, viðamikið safn íslenskra orðatiltækja, Mergur málsins (837 bls.). Jón G. Friðjónsson fjallar þar um liðlega 6000 orðatil- tæki, aldur þeirra, uppruna, feril í málinu, breytingar á formi þeirra og merkingu og sýnir fjölmörg notkunar- og skýringardæmi. Til að sýna dæmi um efnistök Jóns er freistandi að velja eitt orðtak af handahófi úr bókinni. Við getum virt fyrir okkur hvernig farið er með orðtakið reynast/vera e-m óþægur/(erfibur) Ijár í þúfu (bls. 402). Uppflettiorðið er Ijár. Sýnd eru kenniföll orðsins og kyn, og grunnmerk- ing þess skýrð („bitjárn fest í orf; málmblað til að skera gras“). Þá er orð- takið sýnt (með helstu afbrigðum í nútímamáli), þ.e.: reynast/vera e-m óþægur/(erfiður) Ijár í þúfu. Merking orðtaksins er skýrð á þessa lund: „reynast e-m erfiður viðfangs, vera e-m þungur í skauti; valda e-m örðug- leikum“. Pá fylgja notkunardæmi úr nútímamáli: „Landsprófið gamla reyndist mörgum þeim er hugðu á menntaskólanám erfiður ljár í þúfu. - Ýmiss konar fisksjúkdómar hafa reynst fiskeldismönnum óþægur ljár í þúfu. - Þingmaðurinn fer sínar eigin leiðir og er því formanni flokksins oft óþægur ljár í þúfu.“ Loks er greint frá sögu orðtaksins í málinu á þessa leið: „Elstu afbrigði orðatiltækisins eru frá 17. öld: Óhægur (stirður) Ijár íþúfum (sl7 (GÓl 2507)) og Stirður Ijár í þúfum (sl7 (GÓl 3159)) en einnig eru kunn afbrigðin vera e-m ekki hægur Ijár í þúfu (sl8 (OHR)); vera e-m óþýður Ijár í þúfu (fl9 (Son 47)) og reynast e-m óþægur Ijár í þúfu (sl9 (OHR)).“ Hér kemur sem sé fram að elsta þekkta dæmið er frá síðari hluta 17. aldar og með hjálp skammstafanalykils í bókinni sér lesandinn að heim- ildin er orðabókarverk Guðmundar Ólafssonar: Gudmundi Olaui Thesaur- us adagiorum linguæ septentrionalis antiquæ et modernœ. Utgiven . . . av Gottfrid Kallstenius . . . Lund 1930. Skammstöfunin „OHR“ merkir rit- málssafn Orðabókar Háskólans. „Son“ táknar Sonur gullsmiðsins á Bessa- stöðum (þetta eru bréf til Gríms Thomsens og varðandi hann 1838-1858, Finnur Sigmundsson bjó til prentunar, Hlaðbúð, Reykjavík 1947). Heim- ildatilvísanirnar taka ekki mikið pláss í textanum en mörgum er vafalaust fengur að þeim. Loks er líkingin í orðtakinu skýrð í hnitmiðuðu máli: „Lík- ingin er dregin af því hve erfitt er að slá í miklu þýfi.“ Undir flettiorðinu Ijár er einnig maðurinn með Ijáinn, með viðeigandi skýringum, þar á meðal teikningu. Þá hygg ég að sá lesandi sem hefur ekki bók Jóns undir höndum hafi fengið forsmekkinn að því hvernig efnistökum er háttað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.