Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 121
ANDVARI
SVO ER MÁL MEÐ VEXTI
119
hjartað á vörunum, í hjarta sínu, kalinn á hjarta, koma við hjartað í e-m,
létta á hjarta sínu, létta steini af hjarta e-s, Ijúka upp hjarta sínu fyrir e-m,
missa hjartað í buxurnar, vera með hjartað í buxunum, vinna (hug og)
hjarta e-s.
I bók Sölva Sveinssonar, íslenskum orðtökum (1993), eru tvö orðtök
undir flettiorðinu hjarta (að sjálfsögðu í kaflanum Líkamshlutar í orðtök-
um). Þau eru hafa hjartað á réttum stað og vera með hjartað í buxunum.
Hið fyrrnefnda er skýrt á þessa leið: „Vera góðviljaður eða göfuglyndur.
Tilfinningarnar bjuggu í brjóstinu, í hjartanu að því er fornmenn töldu. Þeir
sem höfðu hjartað á réttum stað voru heilsteyptir menn, góðviljaðir og göf-
uglyndir.“ Svo er sýnt dæmi um notkun: „Herdís hœkkaði einkunnina úr 7 í
9, en hún hefur nú líka alltaf haft hjartað á réttum stað.“ Enn fremur er vís-
að til flettiorðanna brjóst og rif.
Af því sem hér var rakið, um orðatiltæki með hjarta að aðalorði, má
nokkuð marka mismunandi efnistök og umfang ritanna þriggja, íslenzks
orðtakasafns (1991), Mergs málsins (1993) og íslenskra orðtaka (1993).
IV
Til eru þeir menn, bæði útlendir og innlendir, sem gera gys að hreintungustefnu ís-
lendinga, telja hana jafnvel hlægilega rómantík og úrelta íhaldssemi á þessum tímum
alþjóðamennsku og stórveldadýrkunar. En því er til að svara að hún hefur þrátt fyrir
allt varðveitt samband okkar við fortíðina og fornar bækur okkar, tryggt okkur órofin
tengsl við þá fjársjóði íslenzkrar tungu sem á bókum eru skráðir og enn lifa á vörum
alþýðu, og síðast en ekki sízt forðað tungu okkar frá því að drukkna í flóði erlendra
áhrifa. íslenzk menning er órjúfanlega tengd íslenzkri tungu, íslenzkum bókmennt-
um, íslenzkum orðaforða. Rofni þau tengsl, glatist sambandið við fortíðina, mundi
þess skammt að bíða að saga íslenzkrar menningar væri öll. (Jakob Benediktsson
1964:108-109)
Þessi orð lét Jakob Benediktsson falla fyrir 30 árum en gildi þeirra hefur
ekkert rýrnað síðan. í þessum tóni, sem Jakob slær þarna, hljóta íslenskir
málræktarmenn að flytja málsvörn sína. Tengslin, sem við eigum enn órofin
við fjársjóði íslenskra bókmennta frá upphafi ritaldar, eru grundvöllur ís-
lenskrar málstefnu. Veigamikill þáttur í sambandi okkar við fortíðina er
orðaforðinn og Jakob nefnir hann sérstaklega í þeim orðum sem hér var
vitnað til. Auðvelt er að nefna dæmi um orð og orðatiltæki í íslensku sem
geyma tengsl við forna menningu þjóðarinnar. Orðið ökuþór, sem í nú-
tímaíslensku merkir „ökumaður“, vísar til Öku-Pórs, hins akandi áss heið-
inna manna. Lœðingur nefndist fjötur sem Fenrisúlfur var bundinn með en
hann leystist úr Lœðingi. Bráðlifandi íslensk orðtök eru e-ð losnar úr læð-
ingi og leysa e-ð úr lœðingi.