Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 127

Andvari - 01.01.1994, Síða 127
ANDVARI ÞRJÁR SÖGUR ÚR FRELSISBARÁTTUNNI 125 kvenréttindahreyfingin reis í róttæku bylgjunni í kringum 1970. En hér er rakin saga af hópi kvenna sem aldrei létu merkið falla. Ekki fer hjá því að þrautseigja þeirri veki aðdáun hjá lesendum. II Sveinn Skorri er tilþrifamestur höfundanna í stíl, og kann sumum stundum að þykja nóg um (448); „Þannig lét Benedikt vönd siðlegrar vandlætingar ríða yfir samherja sína ef honum þótti sem örlaði á selshaus sérdrægninnar í hugmyndum þeirra.“ Aðalgeir skrifar að jafnaði einfaldara mál, lýtalaust og eðlilegt. Hins vegar ber svo einkennilega við að dálitlir málhnökrar eru í sögu Kvenréttindafélagsins, sem er þó skrifuð bæði með aðstoð ritnefndar og útgáfunefndar, að því er segir í formála (9). Orðið „eintak“ er að minnsta kosti tvisvar haft þar sem átt er við tölublað (35 og 61). „Margt er furðu líkt með þessum tveimur lögum . . .“ segir um vinnuhjúalöggjöf (18). „Hún var einn stofnenda og fyrsti formaður Hvatar . . . og hafði hana á hendi til 1954.“ (115) „Hinn almenni félagsmaður í verkamannafélögum var upp til hópa mótfallinn öllum hugmyndum um launajafnrétti.“ (118) Orða- lag er víða tilbreytingarlítið og innihaldssnauðar setningar of margar: „Það er ljóst að Úur gerðu ýmsar kannanir . . segir á bls. 350, og þessi merk- ingarlausa aðalsetning kemur að minnsta kosti 30 sinnum fyrir í bókinni með mismunandi orðaröð. Og ekki þykir mér þessi málsgrein falleg (97): Þegar litið er um öxl og hugað að ástæðunum fyrir hinu mikla fylgistapi Kvennalista á þessum árum hlýtur að koma í ljós að þær voru fyrst og fremst sú staðreynd að um þær mundir voru stjórnmálaflokkar að verða til hér á landi og konur tóku að skipa sér í flokka með sama hætti og karlar. Efnislegar meinlokur koma líka fyrir í bókinni (133): Þegar nýtt stjórnarskrárfrumvarp var samþykkt 1913 varð það ofan á . . . að konur og hjú skyldu hafa náð fertugsaldri þegar þau fengju kosningarétt og kjörgengi. Síðan skyldi markaldurinn lækka um eitt ár árlega þar til almennum kosningarétti yrði náð en hann miðaðist þá við 25 ár. Bið þeirra yngstu gat því orðið 15 ár. Hér er þess ekki gætt að biðtíminn styttist um ár í báða enda á hverju ári. Kona sem var 25 ára árið 1915 (þegar lögin gengu í gildi) hefði orðið 33 ára að átta árum liðnum, árið 1923, en þá hefði aldurstakmarkið verið komið niður í 32 ár, ef reglan hefði gilt svo lengi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.