Andvari - 01.01.1994, Side 129
ANDVARI
ÞRJÁR SÖGUR ÚR FRELSISBARÁTTUNNI
127
una á árunum 1929-33. í augum Aðalgeirs er sjálfstæðisbaráttan bein og
ótvíræð afleiðing af þjóðerni landsmanna. Inngangsorð bókarinnar byrja á
þessum orðum (11): „Þegar á landnámsöld urðu íslendingar sérstök þjóð í
eigin landi.“ Þjóðernisvitund þeirra lifir, þótt þeir gangist Noregskonungi á
hönd. Upplýsingaröldin var hins vegar alþjóðleg í hugsun og hirti lítið um
þjóðleg sérkenni (19). Gegn þessu alþjóðlega viðhorfi risu menn undir
merkjum rómantíkur á fyrri hluta 19. aldar (20): „í hinum rómantíska hug-
arheimi Tómasar verður fornöldin, gullöld íslendinga, fyrirmyndin sem átti
að örva bælda og kúgaða þjóð til nýrra dáða.“ Allt má þetta víst kallast satt
og rétt. En þessi saga hefur bara verið sögð áður. A hinn bóginn hefur saga
sjálfstæðisbaráttu íslendinga ekki enn verið sögð á prenti út frá þeirri meg-
intúlkun sem hefur ríkt meðal evrópskra sagnfræðinga síðustu áratugi, að
pólitísk þjóðernishyggja, sjálfstæðisvilji þjóða, sé í grundvallaratriðum
söguleg nýjung, orðin til á tímanum milli siðaskipta og 19. aldar.
Aðdraganda Alþingis rekur Aðalgeir mjög eftir sömu línum og Páll Egg-
ert gerði, frá júlíbyltingunni frönsku, um stofnun stéttaþinganna í Dan-
mörku og margra ára tillögugerð íslenskra menntamanna, embættismanna,
kansellís og rentukammers, um þátttöku íslendinga í þessum nýja lýðræðis-
votti innan danska einveldisins. Síðan kemur alþingisboðskapur konungs
1840, og við tekur tillögugerð um fyrirkomulag þingsins, kosningarétt, kjör-
gengi, þingstað. Síðan fellur einveldið í Danmörku og menn fara að bolla-
leggja á ný um stöðu íslands í hinu nýja stjórnkerfi Danaveldis. Allt er
þetta í meginatriðum afar kunnuglegt þeim sem hafa lesið rit Páls Eggerts
og aðrar ævisögur íslenskra stjórnmálamanna frá þessum árum.
Það sem Aðalgeir hefur nýtt til málanna að leggja notar hann ekki til að
draga upp nýjar línur. Hann ræðir til dæmis ekki hvers vegna Jón Sigurðs-
son og flokkur hans drifu ekki saman stjórnarskrárfrumvarp á þjóðfundi og
höfðu það tilbúið til umræðu fyrr en rétt í þann mund sem stiftamtmaður
hafði áformað að slíta fundi. Af heimildum sem Aðalgeir birtir og segir frá
grunar mann þá ástæðu að Jón hafi þurft á öllum fundartímanum að halda
til þess að safna meirihlutanum saman og sveigja hann inn á stefnu sína, til
að bæla raddir um frestandi neitunarvald konungs og fleira sem hafði verið
til umræðu mánuðina á undan en kom ekki heim við þjóðréttarkenningu
Jóns. Sú ályktun fellur vel að þeirri niðurstöðu höfundar að þjóðfundurinn
hafi markað tímamót á stjórnmálaferli Jóns; eftir hann hafi Jón fyrst orðið
ótvíræður leiðtogi og stefnuhöfundur sjálfstæðisbaráttunnar (416-17). En
Aðalgeir lætur sér oftast nægja að segja söguna og leggur upp í hendurnar
á öðrum að draga ályktanir af henni. Niðurstöðukafli hans er að mestu
leyti yfirlit yfir feril og stefnu einstaklinga, íslenskra og danskra, „sem hæst
bar þegar skyggnst er yfir sviðið um miðja öldina.“ (424) Sagan er þannig í
grundvallaratriðum sögð í persónusniði.