Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 133

Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 133
ANDVARI ÞRJÁR SÖGUR ÚR FRBLSISBARÁTTUNNI 131 krónur . . . og hinn 100 þúsund krónur . . . Árið 1981 voru veittar 8 þúsund krónur til tveggja kvenna . . .“ Þeir sem muna eða hafa lært um verðbreyt- ingu krónunnar árið 1981 átta sig auðvitað á þessari skyndilegu lækkun styrkjanna. Fyrir öðrum hlýtur hún að vera ráðgáta. Auðvitað má kalla þetta smáatriði, og það gerir höfundur í raun með því að skýra þau ekki. En þá hlýtur maður að spyrja: Hvers vegna er höfundur að segja frá þeim úr því að ekki er ómaksins vert að gera þau skiljanleg? Á mörgum mikilvægari atriðum eru tök höfundar líka helst til laus. Þannig er eðlilega víða drepið á launamun karla og kvenna (119-20, 245-56, 345, 378). En hvergi er tekið á því hve mikill þessi munur var á hverjum tíma; varla einu sinni nefnd dæmi um það, eftir að kvenréttindahreyfingin hófst. Um þetta hefði meistari Þórbergur sagt að höfundur kynni ekki að beita nákvæmni.5 Það dregur líka víða úr kraftinum í sögu Sigríðar að hana vantar rök og dæmi þess sem hún heldur fram og vísast er satt og rétt. í lok kaflans um launamál er til dæmis þessi klausa (256): Á hinn bóginn þarf ekki að draga í efa að skýringuna á því hve árangurslítil baráttan fyrir launajafnrétti var er að finna í viðhorfum til launavinnu kvenna. Lífseig viðhorf voru þau að giftar konur ættu ekki að vinna utan heimilis nema brýna nauðsyn bæri til og karlar voru taldir fyrirvinnur heimilanna. Þeim fannst sér meira að segja stór- lega misboðið ef þeir gátu ekki séð fjölskyldu sinni farborða. Tekjur einnar mann- eskju áttu að duga til framfærslu fjölskyldunnar og konur höfðu því ekkert að gera við kaup á við karla. Þessi viðhorf voru við lýði alls staðar, jafnt í verkalýðsstéttum sem öðrum stéttum og ekki síst meðal kvenna sjálfra. Allir sem eru komnir yfir miðjan aldur kannast við þetta viðhorf. Samt hefðu ummæli höfundar öðlast margfaldan sannfæringarkraft ef þau hefðu verið studd tilvitnun í einhvern sem tjáði þau, helst hiklaust og eins og sjálfsagðan hlut. Mig rámar í að ég hafi einhvern tímann, eftir 1980, lesið í Þjóðviljanum viðtal við konu sem ók strætisvagni í Reykjavík. Hún var spurð hvort henni þætti kaupið ekki lágt, og hún svaraði, að því er virtist í fullri alvöru, að það væri bærilegt fyrir konu en hlyti að vera óþolandi lágt fyrir karlmenn. Slíka vitnisburði vantar tilfinnanlega í bók Sigríðar. Þeir yrðu sjálfsagt ekki sóttir í stofnunarheimildir Kvenréttindafélagsins. Hér vantar enn umfangsmikla könnun á afstöðunni til stöðu kvenna eins og hún hefur birst í almennri þjóðfélagsumræðu. Á hinn bóginn verður auðvitað að viðurkenna að Sigríður leggur mikil- vægan grunn að sögu kvenréttindahreyfingar 20. aldar í bók sinni. Ef hún kemst skemmra en karlarnir, sem skrifa um eldri frelsisbaráttu karla, að móta samfellda sögu, þá stafar það vafalaust einkum af því að hún er að ryðja ógreiðari braut en þeir. Stofnunarsögur eru oft heldur dauflegt lestr- arefni, en þær gera afar mikið gagn í sagnfræðiritun. Og sá mikli áhugi sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.