Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 144

Andvari - 01.01.1994, Síða 144
142 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI nefnir hann þar sérstaklega Friðrik Sophusson. Auðvitað verður ekki til þess ætlast af Svani, að hann segi alla hluti um alla flokka í stuttri ritgerð. En hann hefði átt að geta sagt þessa sögu, fyrst hann eyðir talsverðu rúmi í að ræða um það, hvenær þau Svava Jakobsdóttir og Vésteinn Ólason sátu á framboðslistum fyrir ýmsa flokka vinstri manna. Svanur Kristjánsson tekur Hrafnsmálið svonefnda sérstaklega til dæmis um stöðuveitingar í anda fyrirgreiðslustjórnmála (392. bls.): „Menntamála- ráðherra réð, í samráði við forsætisráðherra, mann í framkvæmdastjóra- stöðu sjónvarps sem útvarpsstjóri hafði skömmu áður vikið úr stöðu dag- skrárstjóra sömu stofnunar.“ En þetta er alls ekki skýrt dæmi um fyrir- greiðslu. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segist hafa ráðið Hrafn Gunnlaugsson í stöðu framkvæmdastjóra í eitt ár, eftir að séra Heimir Steinsson útvarpsstjóri hafi sagt sér, að hann hefði vikið Hrafni úr stöðu dagskrárstjóra fyrir að gagnrýna ýmsa þætti í starfsemi Ríkisútvarpsins, þar á meðal ofmönnun, í umræðuþætti í sjónvarpi. Frá sjónarmiði ráðherrans séð var þetta umfram allt réttlætismál: Hann taldi sig vera að bæta fyrir ranglæti, sem embættismaður hafði framið. Á því er síðan enginn vafi, að Hrafn var hæfur til að gegna stöðu framkvæmdastjóra. Menntun hans var á sviði fjölmiðlunar, og hann hafði reynslu af rekstri, meðal annars við eigið kvikmyndafélag og Listahátíð í Reykjavík. Pað er annað mál, að eftir ráðn- ingu Hrafns réðust ýmsir stjórnmálamenn á hann með ásökunum um fjár- málamisferli, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson. Ríkisendurskoðun rannsakaði þessar ásakanir rækilega og fann engin rök fyrir þeim. En skoð- anakannanir þær, sem Svanur hefur til marks um óánægju almennings (392. bls.), voru gerðar eftir að ásakanirnar höfðu verið settar fram, en áður en Ríkisendurskoðun hafði hreinsað Hrafn af þeim. Hafi Svanur ætlað að finna dæmi um óeðlilega fyrirgreiðslu stjórnmála- manna, hefði hann átt að leita annars staðar. í ráðherratíð sinni tók fyrr- verandi samkennari Svans, Ólafur Ragnar Grímsson, flokksbróður sinn, Jón Gunnar Ottósson, í sérstök verkefni í fjármálaráðuneytið, eftir að flokksbróðir þeirra beggja, Steingrímur J. Sigfússon, hafði rekið hann úr starfi fyrir samstarfsörðugleika. Þá tók Ólafur Ragnar verðlausan gagna- grunn að veði upp í tugmilljóna skattaskuldir fyrirtækisins Svart á hvítu, sem var í eigu nokkurra stuðningsmanna Ólafs Ragnars og átti sjálft raunar stóran hlut í tímaritinu Pjóðlíf, en ýmsir vinir Ólafs Ragnars gáfu það út. Jónas Sigurgeirsson sagnfræðingur rekur mörg önnur dæmi um óeðlilega fyrirgreiðslu Ólafs Ragnars í grein í 1. tbl. tímaritsins Efst á baugi 1994. Sjálfur ræði ég síðan um ýmis dæmi um óeðlilega fyrirgreiðslu annars stjórnmálamanns, Matthíasar Bjarnasonar, í grein, sem mun bráðlega birt- ast. En ef til vill hefði Svanur Kristjánsson átt að hafa jafnmiklar áhyggjur af ráðningarvaldi starfsmannahópa inni í stofnunum og hann hefur af veit-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.