Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 144
142
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
nefnir hann þar sérstaklega Friðrik Sophusson. Auðvitað verður ekki til
þess ætlast af Svani, að hann segi alla hluti um alla flokka í stuttri ritgerð.
En hann hefði átt að geta sagt þessa sögu, fyrst hann eyðir talsverðu rúmi í
að ræða um það, hvenær þau Svava Jakobsdóttir og Vésteinn Ólason sátu á
framboðslistum fyrir ýmsa flokka vinstri manna.
Svanur Kristjánsson tekur Hrafnsmálið svonefnda sérstaklega til dæmis
um stöðuveitingar í anda fyrirgreiðslustjórnmála (392. bls.): „Menntamála-
ráðherra réð, í samráði við forsætisráðherra, mann í framkvæmdastjóra-
stöðu sjónvarps sem útvarpsstjóri hafði skömmu áður vikið úr stöðu dag-
skrárstjóra sömu stofnunar.“ En þetta er alls ekki skýrt dæmi um fyrir-
greiðslu. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segist hafa ráðið Hrafn
Gunnlaugsson í stöðu framkvæmdastjóra í eitt ár, eftir að séra Heimir
Steinsson útvarpsstjóri hafi sagt sér, að hann hefði vikið Hrafni úr stöðu
dagskrárstjóra fyrir að gagnrýna ýmsa þætti í starfsemi Ríkisútvarpsins, þar
á meðal ofmönnun, í umræðuþætti í sjónvarpi. Frá sjónarmiði ráðherrans
séð var þetta umfram allt réttlætismál: Hann taldi sig vera að bæta fyrir
ranglæti, sem embættismaður hafði framið. Á því er síðan enginn vafi, að
Hrafn var hæfur til að gegna stöðu framkvæmdastjóra. Menntun hans var á
sviði fjölmiðlunar, og hann hafði reynslu af rekstri, meðal annars við eigið
kvikmyndafélag og Listahátíð í Reykjavík. Pað er annað mál, að eftir ráðn-
ingu Hrafns réðust ýmsir stjórnmálamenn á hann með ásökunum um fjár-
málamisferli, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson. Ríkisendurskoðun
rannsakaði þessar ásakanir rækilega og fann engin rök fyrir þeim. En skoð-
anakannanir þær, sem Svanur hefur til marks um óánægju almennings (392.
bls.), voru gerðar eftir að ásakanirnar höfðu verið settar fram, en áður en
Ríkisendurskoðun hafði hreinsað Hrafn af þeim.
Hafi Svanur ætlað að finna dæmi um óeðlilega fyrirgreiðslu stjórnmála-
manna, hefði hann átt að leita annars staðar. í ráðherratíð sinni tók fyrr-
verandi samkennari Svans, Ólafur Ragnar Grímsson, flokksbróður sinn,
Jón Gunnar Ottósson, í sérstök verkefni í fjármálaráðuneytið, eftir að
flokksbróðir þeirra beggja, Steingrímur J. Sigfússon, hafði rekið hann úr
starfi fyrir samstarfsörðugleika. Þá tók Ólafur Ragnar verðlausan gagna-
grunn að veði upp í tugmilljóna skattaskuldir fyrirtækisins Svart á hvítu,
sem var í eigu nokkurra stuðningsmanna Ólafs Ragnars og átti sjálft raunar
stóran hlut í tímaritinu Pjóðlíf, en ýmsir vinir Ólafs Ragnars gáfu það út.
Jónas Sigurgeirsson sagnfræðingur rekur mörg önnur dæmi um óeðlilega
fyrirgreiðslu Ólafs Ragnars í grein í 1. tbl. tímaritsins Efst á baugi 1994.
Sjálfur ræði ég síðan um ýmis dæmi um óeðlilega fyrirgreiðslu annars
stjórnmálamanns, Matthíasar Bjarnasonar, í grein, sem mun bráðlega birt-
ast. En ef til vill hefði Svanur Kristjánsson átt að hafa jafnmiklar áhyggjur
af ráðningarvaldi starfsmannahópa inni í stofnunum og hann hefur af veit-