Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 145

Andvari - 01.01.1994, Síða 145
ANDVARI FRÁ FRUMSTÆÐU BÆNDAVELDI TIL FJÖLÞÆTTS NÚTÍMASKIPULAGS 143 ingarvaldi hinna kjörnu fulltrúa fólksins. Hættan á misnotkun slíks ráðn- ingarvalds er áreiðanlega mikil, en sá munur á, að starfsmannahóparnir virðast ekki þurfa að standa öðrum reikningsskil gerða sinna, en hinir kjörnu fulltrúar fólksins verða öðru hverju að leggja gerðir sínar í mat kjós- enda, þótt þau reikningsskil séu oftast ærið handahófskennd og ófullkomin. Þess eru dæmi, að forráðamenn ríkisstofnana og jafnvel deilda í Háskóla Islands hafi ráðið eiginkonur sínar þangað, á sama tíma og þeir hafa sagt upp öðru fólki og lækkað útgjöld í sparnaðarskyni. Dómnefndir í Háskóla íslands hafa líka oftar en einu sinni verið sakaðar um að hygla sumum um- sækjendum á kostnað annarra. Ein aðalhugmynd þeirra Gunnars Helga og Svans er, að kreppa fyrir- greiðslustjórnmálanna birtist í því, að stjórnmálaflokkarnir geti ekki mark- að heildarstefnu í mikilvægum málum. Svanur nefnir nokkur dæmi (384,- 385. bls.). „Þar blasa við endalaus mistök og sóun: Krafla, fiskeldi, loðdýra- rækt, sjávarútvegur, landbúnaður, flugstöðin í Keflavík, ráðhús í Reykjavík, veitingahús í Öskjuhlíð, Blönduvirkjun, byggðastefna og húsnæðisstefna." Hér slengir Svanur saman ólíkum málum, auk þess sem hann tvítelur sumt. Offjárfestingar í fiskeldi og loðdýrarækt voru til dæmis offjárfestingar í byggðastefnu; svipað er að segja um landbúnaðinn allan. I raun og veru ætti Svanur að telja upp fimm mál: 1) í nafni byggðastefnu hefur verið of- fjárfest í landbúnaði, fiskeldi og loðdýrarækt; 2) yfirvöld orkumála hafa lát- ið reisa of margar virkjanir; 3) fiskveiðar við ísland hafa verið stundaðar með of miklum tilkostnaði; 4) nokkur hús hafa orðið talsvert dýrari en gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlunum; 5) og húsnæðislán hafa verið greidd nið- ur, svo að orðið hefur offjárfesting í húsnæði. Lítum á þessi fimm ólíku mál. Offjárfestingar í byggða- og húsnæðismál- um eiga sér sömu orsakir, of ódýr lán úr opinberum sjóðum. Það er raunar athyglisvert, að Svanur sleppir Lánasjóði íslenskra námsmanna úr upptaln- ingu sinni. Ef offjárfesting hefur orðið í húsnæðis- og byggðamálum vegna of lágra vaxta, þá ætti hið sama að hafa gerst í skólamálum. Offjárfestingin í orkumálum er flóknari viðfangs. íslendingar misstu af tækifærum til orku- sölu, á meðan Alþýðubandalagið var í stjórn 1978-1979 og 1980-1983 og stöðvaði um stundarsakir fyrirætlanir um orkufrekan stóriðnað. Hefðu þá fengist kaupendur að orkunni, hefði líklega ekki verið rætt um offjárfest- ingu. Var þetta of mikil framleiðsla eða of lítil sala? Auðvitað var Kröflu- ævintýrið, sem Svanur nefnir sérstaklega, til marks um ónógan undirbúning og flausturslega framkvæmd. En getur ekki verið, að hugsanleg offjárfest- ing í orkumálum sé vegna þess, að yfirvöld eru ekki að fara með eigið fé (eða hluthafa sinna), heldur annarra? Þau stefna eflaust ekki að hámarks- arði, heldur hámarksumsvifum. Offjárfestingin í fiskveiðum hefur verið vegna þess, að ríkið hefur til skamms tíma vanrækt það hlutverk sitt að búa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.