Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 146

Andvari - 01.01.1994, Side 146
144 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI fiskveiðum viðhlítandi skipulag réttinda og skyldna, - vanrækt að skil- greina eigna- og afnotaréttindi, eins og ég bendi á í bók minni, Fiski- stofnarnir við ísland: Þjóðareign eða ríkiseign? Ráðhúsið við Tjörnina og Perlan í Öskjuhlíð eru allt annars eðlis. Þau hús voru ekki hugsuð sem fjárfesting, þó að þau hafi vissulega notagildi. Pau voru gerð fyrir augað; þau voru munaður, sem menn leyfa sér, þegar vel árar, svipað og miðaldamenn reistu veglegar dómkirkjur til að prýða borgir sínar og íslenskir launamenn smíða sér snotur garðhýsi úr gleri. Pað er vissulega rétt, að kostnaður við þessi mannvirki fór langt fram úr áætl- unum. Par er hins vegar verkfræðingum og tæknimönnum um að kenna, ekki stjórnmálamönnum, því að ákvarðanirnar um þessi hús lágu fyrir og voru bornar undir kjósendur á eðlilegan hátt (annars ættu engir að kunna betur að gera ráð fyrir smíðakostnaði húsa umfram áætlanir en íslenskir kjósendur). Raunar fór Ráðhúsið aðeins 35% fram úr þeirri áætlun, sem lá fyrir í borgarstjórnarkosningunum 1990. Pessi tvö mannvirki sýna því enga vangetu „stjórnkerfisins til að móta stefnu í málefnum þjóðfélagsins“. Ef til vill gilda önnur sjónarmið um flugstöðina í Keflavík, því að hún var auðvit- að hugsuð sem fjárfesting öðru fremur. Flest þau mál, sem Svanur Kristjánsson telur til marks um vangetu „stjórnkerfisins til að móta stefnu í málefnum þjóðfélagsins“, eru dæmi um óhófleg rfkisafskipti. Hefði ríkið aðeins látið þá, sem telja sig þurfa á fé að halda í landbúnaði og húsnæðismálum, afla sér þess með því að bjóða nógu hátt verð fyrir það (nógu háa vexti), þá þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af offjárfestingu þar. Hefði ríkið ekki rekið orkufyrirtækin, heldur einstakl- ingar, þá þyrfti ekki heldur að hafa verulegar áhyggjur af offjárfestingu þar; væri hún einhver, þá bitnaði hún á eigendum orkuveranna, ekki almenn- ingi. Eina dæmið, sem Svanur nefnir, þar sem ákveðinna ríkisafskipta var þörf, var fiskveiðar við ísland. En nú hefur ríkið einmitt sett eðlilegar leik- reglur þar (skipulag ótímabundinna og framseljanlegra aflaheimilda, kvótakerfi); ríkið hefur leyst málið, þótt auðvitað gangi aðlögun hægt; það er því síður en svo dæmi um vangetu „stjórnkerfisins til að móta stefnu í málefnum þjóðfélagsins“. Greinar þeirra Gunnars Helga og Svans eru að vísu enginn skemmtilest- ur. En eitt er þar spaugilegt. Peir vitna í sífellu hvor í annan neðanmáls og líka í tvo samkennara sína í stjórnmálafræði, þá Ólaf Harðarson og Ólaf Ragnar Grímsson, stundum að nauðsynjalausu, að því er virðist. Hins veg- ar forðast þessir menn eins og heitan eldinn að vitna í rit þeirra stjórnmála- fræðinga, sem standa utan hópsins. Skemmtilegt dæmi er um þetta á 336.- 337. bls. Gunnar Helgi nefnir þar grein eftir Jón Porláksson í Lögréttu 1916 og greinaflokk eftir Jónas Jónsson frá Hriflu í Tímanum 1921-1922. Hann vitnar beint í Lögréttugrein Jóns, en vísar í greinasafn Jónasar frá Hriflu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.