Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 149
ANDVARI
FRÁ FRUMSTÆÐU BÆNDAVELDI TIL FJÖLÞÆTTS NÚTÍMASKIPULAGS
147
Weber og Tocqueville í enskum þýðingum. Hafa íslenskir félagsfræðingar
ekki lesið rit Webers á frummálinu? Hin fræga bók Tocquevilles, De la
démocratie en Amérique, kom ekki út árið 1840, eins og segir á einum stað
(62. bls.), heldur í tveimur hlutum, 1835 og 1840. Þátíðin af sögninni að
skilja er ekki með y, eins og Sigurður G. Magnússon virðist halda (313.
bls.). Ekki er samræmi í tilvitnunum. Reglan er oftast sú, að lengri tilvitn-
anir en þrjár línur skulu inndregnar, gjarnan með smærra letri, en þá án
gæsalappa. En gæsalappir eru utan um langa slíka tilvitnun á 409. bls., þótt
svo sé ekki annars staðar í bókinni. Þá er alveg ótækt, að í grein Sigurðar
G. Magnússonar eru tilvitnanir beint á ensku, en ekki snúið á íslensku.
Raunar er eitthvað stórfurðulegt við það að lesa tilvitnanir á ensku í ís-
lenskri bók, sérstaklega þegar tilvitnanirnar eru um baðstofulíf í íslenskum
sveitabæjum fram í byrjun tuttugustu aldar! Enn fremur eru nokkrar til-
vitnanir óþýddar í ritgerð Gísla Ágústs Gunnlaugssonar.
Orðalag er víða óþarflega flókið eða óljóst, og stundum gægist fram
óvandaður blaðamannastíll. Guðmundur Hálfdanarson segir til dæmis (20.
bls.): „Séð sem kyrrstæð formgerð (structure) var íslenskt þjóðfélag alls
ekki samfélag bænda eingöngu, en ef við lítum á það sem feril (process)
verður bændastéttin allsráðandi.“ Eg var nokkra stund að skilja þessa setn-
ingu, en boðskapurinn er væntanlega sá, að bændur hafi ráðið langmestu
um þróun og starfsemi skipulagsins, þótt fleiri hafi búið þar en þeir. Þá seg-
ir Guðmundur á öðrum stað (54. bls.): „Þrátt fyrir batnandi viðskiptakjör
ríkti kreppuástand í efnahagslífi íslendinga árið 1880.“ Hér hefði mátt
segja: „Þrátt fyrir batnandi viðskiptakjör var efnahagslíf íslendinga í
kreppu árið 1880.“ Gísli Ágúst Gunnlaugsson segir (93. bls.), að hjúskapar-
tíðni hafi farið vaxandi. Á hann ekki við það, að hjónabönd hafi orðið al-
gengari? Magnús S. Magnússon segir (185. bls.): „Að undanförnu hefur ís-
land skilið sig frá fjölmörgum iðnvæddum ríkjum í því tilliti að vöxtur hins
opinbera hefur ekki aukist marktækt." Af samhenginu er ljóst, að Magnús
á við allt annað, það að opinber umsvif hafa ekki vaxið marktækt.
Á öðrum stað segir Magnús (188.-189. bls.): „Hvað hagstjórn varðar hef-
ur beiting beinna skatta ekki verið sérlega notadrjúg af þeirri ástæðu að
megináherslan hefur jafnan verið lögð á óbeinu skattana.“ Hefði ekki mátt
orða þessa hugsun á einfaldari hátt? Gunnar Helgi Kristinsson segir (323.
bls.): „Áhrifin af þróun efnahags- og stjórnmála í umheiminum á sam-
takamyndun þessara stétta áttu stóran þátt í mótun þess valdakerfis sem
þróaðist á fyrstu sex áratugum aldarinnar.“ Lesendur hljóta hér að klóra
sér í kollinum og rýna lengi í textann til að sjá merkinguna innan um nafn-
orðahrönglið. Er Gunnar Helgi að reyna að segja, að samtök bænda og
verkamanna, sem hafi ekki síst myndast fyrir efnahagsleg og pólitísk áhrif
að utan, hafi verið valdamikil í sextíu ár? Svanur Kristjánsson segir (361.