Andvari - 01.01.1995, Side 90
ÞRÖSTUR HELGASON
ANDVARI
fylgjum þeim í gegnum tilbreytingarleysi daganna. Atburðir verða fáir;
hverfið hefur glatað leik drengjanna. Það er aðeins regnið sem lemur á íbú-
unum bókina á enda, húsum þeirra og malbiki.
Skoða má þessar sögur sem nokkurs konar óð til sköpunarmáttar leiks-
ins, til óbeislaðs ímyndunarafls barnsins, óvitans.
Fjórða skáldsaga Einars Más nefnist Rauðir dagar (1990) og einkennist
af gáskafullum frásagnarhætti sem var einnig áberandi í fyrstu tveimur
bókum hans. Sagan fjallar um unga stúlku úr alþýðustétt að norðan, Ragn-
hildi, sem kemur til borgarinnar á síðari hluta sjöunda áratugarins í leit að
nýju lífi og frelsi. Meginumfjöllunarefnið er æskulýðsuppreisn ’68-kynslóð-
arinnar og samskipti Ragnhildar við hóp róttæklinga sem kenna sig við
Rauða húsið. Þetta er Reykjavíkursaga eins og fyrri bækur Einars Más en
nú er ljósinu beint að miðbæ borgarinnar en ekki úthverfalífinu.
Þótt Rauðir dagar sæki efnivið að hluta í raunverulega atburði er sagan
full af leik, hún markast ekki síður af dýrkun höfundarins á sköpunarkraft-
inum og ímyndunaraflinu en fyrri sögurnar. Rauðir dagar er þannig nær því
að vera fantasía en raunsæisverk.4 Hún býr til sinn eigin heim eins og fyrri
sögur Einars Más, sinn eigin heim sem er í mismiklum tengslum við það
sem við köllum veruleika.
Englar alheimsins fjallar um þessa ólíku heima og sambandið á milli
þeirra.
III
Englar alheimsins er saga manns í tveimur heimum, sínum eigin heimi og
heimi annarra. Þetta er líka saga sem er sögð úr öðrum heimi, handan-
heimi. Þannig segir rödd að handan okkur sögu af því hvernig er að lifa í
öðrum heimi í okkar heimi. Þetta er margheima bók.
I upphafi bókarinnar eru þessir heimar kynntir til sögunnar. Sagt er frá
því hvernig þeir renna saman í eitt á dularfullan hátt í huga aðalsöguhetj-
unnar, Páls Olafssonar, eða rekast á. Grunnþema sögunnar birtist í skýr-
ingu Páls á stöðu sinni í samfélaginu, heimi raunveruleikans: ,,[V]ið sem er-
um lagðir inn á hæli og vistaðir á stofnunum, við eigum engin svör þegar
okkar hugmyndir eru ekki í samræmi við raunveruleikann, því í okkar
heimi hafa aðrir rétt fyrir sér og þekkja muninn á réttu og röngu“.5
Þetta þema er ekki nýtt af nálinni. Allt frá öndverðum dögum vísinda-
hyggjunnar hafa menn skrifað um árekstur hins vitfirrta sjálfs og veruleik-
ans, skapandi ímyndunar og rökbundinnar raunveru eða einfaldlega hins
innra manns og ytra heims. Frægust og ef til vill fyrst bóka um þetta efni er
Don Kíkóti eftir Cervantes sem stundum er sögð marka upphaf skáldsög-