Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 104

Andvari - 01.01.1995, Page 104
102 SVEINN EINARSSON ANDVARI auk Reykjavíkur sýndur í Winnipeg og fleiri bæjum í Kanada. Hrossakets- endirinn var leikinn í Iðnó nokkrum sinnum haustið 1912, gert svona eins og til samanburðar við hinn endinn, sem líka var þá leikinn fyrsta kvöldið. Og á sýningum Leikfélags Reykjavíkur á Fjalla-Eyvindi vorið 1940 var sá endir við hafður, m. a. fyrir áeggjan Sigurðar Nordals. í grein í Alþýðu- blaðinu á frumsýningardaginn 2. febrúar gerir Nordal grein fyrir forsendum sínum og reynir jafnframt að kveða niður þann draug, að Jóhann hafi breytt endinum fyrir áeggjan frú Dybwad; hrossaketsendirinn sé upprunalegri.5 Enginn vafi leikur á, að hrossaketsendirinn er eldri. í bréfi til tilvonandi eiginkonu sinnar, Ib, í ágúst 1911 segir Jóhann: „Þýzki þýðandinn minn býst við svari mjög fjótlega. Hann skrifaði mér bréf, sem var nærri því eins langt og heil bók, og veiztu hvað, hann réðst heiftarlega á fyrri endinn á Fjalla- Eyvindi, þar sem allt fer vel - ég svaraði honum með jafnlöngu bréfi og reyndi að útskýra fyrir honum, að endirinn væri einmitt hið fegursta af leikritinu.“6 Af þessu er ljóst, að þá um sumarið hefur Jóhann verið búinn að ganga frá öðrum endi, þeim tragíska, og það að því er virðist áður en ræðst um frumflutninginn hjá Leikfélagi Reykjavíkur eða fyrir þrýsting frá Leikfélaginu. Ekki var heldur líklegt, að leikfélagar færu að blanda sér í slík innri mál höfundar, sem að auki var búsettur í öðru landi. Þrátt fyrir fullyrðingar við þýska þýðandann um að lukkulegi endirinn væri einmitt „hið fegursta“ af leiknum, hafa þá sótt að skáldinu einhverjar efasemdir þar að lútandi. Og fyrir frumprentun leiksins á dönsku velur hann einmitt þennan yngri endi. Hlutur Kára verður ívið stærri, ef hesturinn birtist í hríðinni sem svar við bænum hans til guðs forsjónarinnar, en mannlýsing Höllu fær tragískari hæðir í yngri endinum og hann er að auki meira í sam- ræmi við þá greiningu á byggingu leiksins, sem nú verður brátt vikið að.7 En víkjum nú aftur að viðprjóninu. Helge Toldberg segir í ævisögu skáldsins: „Jóhann Sigurjónsson, sem gerði sér sjálfur grein fyrir því, að veikasta hlið hans sem leikritaskálds var sú, að finna eðlilegan endi, tók því næst til að semja hann, í bráð sem sjálfstæðan einþáttung.“8 Slík glíma við endinn er nokkuð algeng hjá leikskáldum. Á það hefur og verið bent, að fyrir áhrif leikhúsmanna, gagnrýnenda eða þýðenda átti Jóhann til að breyta ýmsu í leikjum sínum og eru breytingarnar, sem hann gerði á Bónd- anum á Hrauni í frumgerðinni sem leikin var á íslandi 1908 og fram til sýn- ingarinnar á Konunglega leikhúsinu 1913, augljósasta dæmið. Þær breyting- ar hafa sem kunnugt er ekki alltaf þótt til bóta.9 En spurning er hins vegar hvort þessi fullyrðing, að Jóhann hafi átt erfitt með að ljúka leikjum sínum, fær staðist. í frumdrögum og öðrum gögnum, sem Jóhann lét eftir sig, er ýmislegt, sem bendir til hins gagnstæða, þ. e. að frumhugmynd leikja hans hafi stundum birst í leifturmynd, sem í senn var kjarni hugsunar og leiks-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.