Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 107

Andvari - 01.01.1995, Side 107
ANDVARI UM HVAÐ ER LEIKRITIÐ FJALLA-EYVINDUR? 105 líkt og reyndar hjá Ibsen á síðari árum hans, táknin í formi líkinga, ein- stakra ljóðrænna setninga eða dæmisagna. Eiginleg táknsæisleikrit, þar sem form heils leiks hverfist um sviðsleg tákn, ritaði svo bóndinn Guttormur J. Guttormsson fyrstur íslendinga vestur á sléttum Kanada við lok annars áratugarins og birti m. a. í Skírni.17 Jóhann Sigurjónsson efndi ekki til nýmæla í formbyggingu leikja sinna; hinn nýi tónn fólst í ljóðrænu orðfærinu, dramatísku tungutakinu, sem „dró arnsúg“ á leiksviðinu eins og Árni Pálsson komst að orði, í efnisvali og um- hverfisvali, í persónulegum stíl, sem var jafnnýr evrópskum áhorfendum og hann var nýr íslendingum, þrátt fyrir hina þjóðlegu-rómantísku hefð Sig- urðar málara Guðmundssonar.18 Eigi að síður hefur leikurinn um Fjalla- Eyvind löngum þótt með þeim sjónleikjum íslenskum sem hvað best eru smíðaðir hvað formbyggingu snertir, samkvæmt formúlu hins „vel gerða leiks“. Bent hefur verið á, að leikurinn hefjist í íslenskri baðstofu, berist síðan í réttirnar, eina helstu skemmtisamkomu íslenskra sveitamanna forð- um og enn í dag, þá upp á öræfi á björtum heitum sumardegi og loks í hreysi fjarri allri byggð í íslensku vetrarstórviðri; endurspegli þanni^ óvenju margar hliðar samfélagsins og þess lífs sem lifa má í landinu. í leiknum sé jöfn stígandi og hann færist fram með æ dramatískara streymi. En jafnframt er því þó haldið fram að síðasti þátturinn eigi að hafa orðið til fyrst og geti staðið sjálfstætt, því þar sé kjarni málsins, hinir þættirnir séu eins konar forleikir að átökunum þar. í þessu felst ákveðin þversögn. Við skulum því skoða þetta nánar. Hér verður því haldið fram, að viðfangsefni leiksins sé ekki aleinasta ást- in og hungrið. Leikurinn fjallar um ástina í víðari sjónarhring, ástina sem óræðasta aflið í lífinu. Hver þáttur leiksins fjallar um ástina frá sínum for- sendum, er tilbrigði um sama grunnþema. Lítum á fyrsta þátt. Halla verður þess vís, að ráðsmaðurinn, sem hún hefur treyst og tekið að hjarta sér, hefur leynt hana sínu rétta nafni, ráðist til hennar á fölskum forsendum, hann er á hlaupum undan réttvísinni, er þjófur og lygari. Og hvernig tekur Halla því? Hún segir honum að sofa lengur með opin augun og býður honum koss! Hér teflir skáldið með öðr- um orðum fram ástinni gegn siðgœðisvitundinni. I öðrum þætti sjáum við enn betur, að Halla er ekkja í efnum og metum, vinsæl og öfunduð. Björn hreppstjóri mágur hennar er á biðilsbuxum, hann vill að bæirnir sameinist; þannig standa henni til boða enn meiri auður og áhrif. En í þess stað gerist Halla brotleg við lög, hylmir yfir með útilegu- þjófí, býður almenningsálitinu og virðingu samborgaranna birginn, skilur við sitt veraldlega góss og flýr með ástmanninum á fjöll - út í óvissuna og fáránlegt ævintýrið. Hér reynir með öðrum orðum á ást Höllu andspænis samfélaginu, lögum þess og dómum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.