Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 130

Andvari - 01.01.1995, Page 130
128 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI Guðs, fleiri dæmi að líkja eftir. Venjur hinna helgu geta stangast á en þá er hvor tveggja dæmi til að fara eftir: „Af því létu hinir fyrri byskupar sér hinn sama þjóna ávallt, hver þeirra, að þeir sýndu staðfesti og jafnlyndi skaps síns í því sem í mörgu öðru. En því lét Páll byskup sér ýmsa þjóna er hon- um þótti því betur er fleiri tignuðust og göfguðust af honum.“ (427) Þeir sem þjóna Páli göfgast og tignast af honum, hann er í senn andlegur faðir hjarðar sinnar og leiðarvísir að Kristi. Arfleifð hans eru gjörðir hans og fögur dæmi til eftirbreytni: „En við það er oss að una, ástmönnum hans er eftir lifum, að hann hefir nálega öll þau gæði eftir sig leift er menn mega eftir hafa . . . heilræði hans með kenningum þeim er hann kenndi í sífellu í orðum og fögrum dæmum síns lífs“ (434-35). Fögur dæmi tengja hirði og hjörð. Páll er nálægur undirmönnum sínum eftir dauðann þó að hann verði ekki árnaðarmaður þeirra við Guð eins og Þorlákur helgi. Samfélag heilagra Ólíkar venjur Páls og fyrri byskupa sýna að hver byskup hefur sinn blæ. Aftur á móti er kjarni hegðunar þeirra sá sami. Helgar ævisögur eru í grunninn eins. Kjarni heilagleikans er meginatriðið, sérkenni hvers bysk- ups aukaatriði. Sá kjarni er Kristur en helgir menn eiga þátt í honum í kirkjunni.16 Með brúðkaupi sínu og Skálholtskirkju eignast Páll nýja fjöl- skyldu, gengur inn í samfélag heilagra (communio sanctorum). Hugmyndin um andlegt bræðralag heilagra á rætur sínar í orðum Krists að „sérhver, sem gjörir vilja föður míns á himnum, hann er bróðir minn og systir og móðir.“17 Þau orð urðu ásamt bréfum Páls postula grunnur að þeirri hug- mynd að kristnir menn eigi sameiginlegan arf í anda.18 Þó að helgir menn leggi stund á einveru í lifanda lífi eru þeir hluti af dulrænni einingu trúaðra á jörðu og dýrlinga á himni, eins líkama sem hefur Krist að höfði. Það sést á myndum á veggjum kirkna, í helgiritum og í trúarjátningunni sjálfri.19 I Páls sögu byskups speglast þessi hugmynd. Páll er hluti af mikilli heild, fulltrúi helgra manna á öllum tíma. Hann er aldrei einn. Að kjöri hans koma andlegir og veraldlegir höfðingjar. Brandur byskup „kaus Pál til ut- anferðar“ og er hann víkst undan verða margir til að telja honum hughvarf, bæði „bræður hans og aðrir ástvinir hans.“ (411) í vígsluförinni sést að Páll er hluti af bræðralagi andlegra og veraldlegra kirkjuhöfðingja. Nefndir eru til sögu konungarnir Sverrir og Knútur, erkibyskuparnir Eiríkur og Absal- on, Þórir byskup í Hamri, Pétur byskup í Róiskeldu, munkarnir í Hér- aðsvaði og sjálfur páfinn. Það þarf þrjá byskupa til að vígja Pál (412-3). Þegar hann kemur heim býður hann Brandi byskupi og „öðrum sínum vin-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.