Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 133

Andvari - 01.01.1995, Page 133
ANDVARI ÁSTVINUR GUÐS 131 þátt í málamiðlun (421, 427-30). Páll er einnig umkringdur vinum. Hann og kona hans eiga „hvarvetna ætíð skamms bragðs“ vegna góðvildar vina enda er Páll „þýður við alla vini sína og góða menn.“ (410) Þegar Páll skor- ast undan byskupstign eru „bræður hans og aðrir ástvinir hans“ fremstir í flokki að telja honum hughvarf (411) og við banabeð hans eru „synir hans og bræður og margir aðrir ástvinir hans.“ (433) Gjafir styrkja bræðralag og vináttu Páls við báðar fjölskyldur sínar. Hann gefur Absalon og Eiríki gull- hringa og öðrum sem koma að vígslu hans gersemar. Síðan heldur hann vinum sínum á íslandi veislur hvað eftir annað og unir best „er hann gladdi vini sína sem flesta og vandamenn í veislum virðulegum með ástúð og skör- ungskap.“ (413-4) Megináherslu fær vinátta hans og annarra kirkjuhöfð- ingja. Aður en slettist upp á vinskapinn gera þeir Guðmundur Arason „mikla sæmd sín í milli með veislum og fégjöfum.“(421) Þórir erkibyskup í Niðarósi og Nikulás byskup í Osló senda honum og virðulegar gjafir (431) og Páll sendir gjafir á móti. Einstaklingurinn og hið almenna Páls saga er ekki saga eins kirkjuhöfðingja heldur allra í ljósi eins og eins í ljósi allra. Hlutverk erkibyskupanna og annarra preláta er að sýna að Páll er einn limur líkama sem á sér marga limi, ólíka kirkjuhöfðingja sem eru þó eins. Saga hans er saga þeirra. Innsti kjarni einstaklingsins á miðöldum var ekki hið einstaka heldur hið almenna. í sköpunarsögunni segir að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd (Et creavit Deus hominem ad imaginem suam). Sú mynd Guðs (imago Dei) er kjarni einstaklingseðlisins.29 í endur- reisn 12. aldar verður vart mikillar innleitni. Menn leita að innri manni sínum (homo interior), sál (anima) eða sjálfi (seipsum) en þar er ekki á ferð sama einstaklingseðli og sett var í öndvegi í rómantík 18. og 19. aldar. Innsti kjarni mannsins er mynd Guðs og þróun sjálfsins er í átt að því. Helgir menn hegða sér eins því að þeir eru nær þeim almenna kjarna en aðrir.30 I því samhengi er áhersla Páls sögu á bræðralag heilagra auðskilin. Það sem aðskilur hann og aðra réttláta kirkjuhöfðingja er hjóm. í því ljósi ber og að skilja hefðbundna byggingu Páls sögu, biblíuvísanir hennar og ritklif. Páls saga er hluti af hefð sem hefur verið líkt við lím sem bindur marga ólíka helga menn saman.31 Þar tíðkast að auka við efni úr öðrum helgum ævisögum (amplificatio) sem lesandi eða hlýðandi ber kennsl á. Kennslin (anagnorisis) eru meginþáttur helgisögu og áminning um einingu helgra manna í ást á Guði og eftirlíkingu eftir gjörðum hans.32 Frumleiki er einskis virði í helgiriti. Bygging Páls sögu fellur vel að dæmigerðri byggingu lífs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.