Andvari - 01.01.1995, Side 156
154
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
En Guðmundur hélt ótrauður áfram skrifum sínum. Kjarninn í boðskap
hans var þessi:
Mörgum er runnin sú skoðun í blóð að mennirnir einir eigi tilverurétt í
þessu landi, en náttúran, bæði jurtir og dýr, séu réttlaus. Þetta telur Guð-
mundur háskalegan misskilning. Náttúran sé að vísu þolinmóð, en þó fari
svo að lokum að hún hefni sín og loki forðabúrum sínum fyrir ræningjum.
Aratugum saman mátti heita að Guðmundur Davíðsson væri rödd hróp-
andans í eyðimörkinni. Hann var eini íslendingurinn sem barðist af alefli
gegn „ráni og gripdeildum úr skauti jarðar“, og brýndi fyrir löndum sínum
„að raska ekki jafnvægi náttúrunnar“, heldur fara með náttúrugæðin á
skynsamlegan hátt, minnugir þess að ræktun leiði af sér blessun og blómg-
un, en ávextir rányrkju séu bölvun og tortíming.
Efnismesta ritgerð Guðmundar frá þriðja áratugnum bar einmitt fyrir-
sögnina: Rán eða rœktun, 66 bls. að lengd. Birtist hún í tímaritinu Rétti
1923, og kom einnig út sérprentuð.
Höfundur fer í upphafi fögrum orðum um ísland á landnámsöld. Það
hafi þá verið hreinn sælunnar reitur, auðugt af skógum og öðrum gróðri,
griðland fugla, mergð fiska í sjó og vötnum. En jafnskjótt og maðurinn
kom, „var eins og hungruðum úlfum hefði verið hleypt á sauðahjörð.“
Menn litu á náttúruauðinn sem ótæmandi uppsprettu. Þeir létu greipar
sópa um skóglendið. Þeir gengu á milli bols og höfuðs á geirfuglinum.
Rostungum hefur verið útrýmt hér við land. Grimmdarlega hafa menn
hagað sér gagnvart hvítabirninum, þegar hann slæðist hingað á hafísum,
horaður og hungraður. Hvalamorðingjar fengu að drepa gegndarlaust í
skjóli íslenskrar löggjafar. Rjúpan á í vök að verjast; löggjafar jafnt sem
lagabrjótar sækja að henni. „Mörgum saklausum skepnum í dýraríki ísands
hefur blætt út fyrir þá sök að banasárið helgaði vegandanum eignarrétt-
inn.“
Tillögur Guðmundar í landbúnaðarmálum voru róttækar. Hann boðaði
ríkiseign jarða og félagsbúskap:
„Það var óheppileg ráðstöfun að selja þjóðjarðirnar, eins og gert hefur
veið undanfarin ár. Ríkið ætti að eiga allar jarðir í landinu, halda verndar-
hendi sinni yfir öllum hlunnindum þeirra og gæta þess að þeim yrði ekki
spillt að óþörfu eða úr hófi fram, en veita mönnum aftur á móti lífstíð-
arábúð á jörðunum, fyrir sig og niðja sína, meðan þeir vildu sitja þær. Hús,
jarðabætur og önnur mannvirki gætu gengið kaupum og sölum, eða yfir
höfuð allur sá auður em skapast af ræktun ábúandans sjálfs; það er hans
eign, en ekki landið sjálft . . .
Það ætti að vera eins auðvelt fyrir sveitabændur að mynda félagsskap til
að rækta jörðina og reka félagsbú eins og sjávarbændur að gera út skip í
félagi til fiskveiða. Efnalitlir bændur, sem hokra hver á sínu koti, ættu að