Andvari - 01.01.2004, Page 35
ANDVARI
AUÐUR AUÐUNS
33
✓
I bæjarstjórn Reykjavíkur
Bæjarstjómarkosningar voru framundan í Reykjavík í ársbyrjun 1946,
fyrstu kosningar eftir styrjaldarlok og lýðveldistöku. Sjálfstæðisflokk-
urinn hafði frá stofnun hans 1929 haft meirihluta í bæjarstjóminni. í
kosningunum 1942 fengu sjálfstæðismenn 47,8% atkvæða og héldu
uteirihluta, en misstu einn mann.
Sú Reykjavík þar sem nú skyldi ganga til kosninga var gerbreytt frá
þeim bæ sem hún var á millistríðsárunum. Yfirbragð bæjarins og
bæjarbragur var allur annar, hafði hersetan sett sinn svip á umhverfið
°g aðstreymi fólks til bæjarins var mikið vegna aukinnar atvinnu.
Síðustu fjögur árin hafði íbúum fjölgað í höfuðstaðnum um 6348
manns en fjölgun á landinu öllu var 6212, svo öll aukningin og vel það
hafði orðið í Reykjavík. Til lengri tíma litið voru fbúatölur bæjarins
þannig: árið 1940 voru bæjarbúar 38.106 en 1950 voru þeir 55.980 en
samsvarandi tölur á öllu landinu fyrra árið voru 121.474 en áratug
síðar 143.973 og sýnir að skerfur Reykjavíkur af heildarfjölda lands-
naanna var þá þegar orðinn umtalsverður. Slík fjölgun þýddi að marg-
lr nýir kjósendur voru á kjörskrá sem vant var að áætla um fylgi hjá við
Pólitíska flokka, áður hafði hver þekkt sína.
Forystumönnum Sjálfstæðisflokksins var ljóst að átak þurfti til að
tryggja áfram meiri hluta flokksins í bæjarstjórn í kosningunum 1946
°g hófst undirbúningur þegar sumarið 1945. Ákveðið var að viðhafa
Prófkjör um val efstu manna á framboðslista flokksins. Þetta var fyrsta
Prófkosning sem íslenskur stjórnmálaflokkur efndi til við val á fram-
bjóðendum; prófkjör féllu síðan niður um langt skeið.
Kjörið fór fram í tveimur umferðum haustið 1945 og máttu allir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins kjósa en ekki aðeins flokksbundn-
lr. I fyrri umferð, eins konar forvali, skyldi skila nöfnum einhverra
lmm einstaklinga fyrir 10. nóvember á skrifstofu flokksins. í síðari
umferð skyldi kjósa tíu af lista með 48 nöfnum sem bent hafði verið á
1 fyni umferð. Seinni umferðin stóð í sex daga og lauk 1. desember svo
, hi gafst tóm „til áróðurs og peningaausturs eins og við höfum kynnst
a síðari árum,“ sagði Auður löngu seinna um þennan þátt mála og
emnig aö s£r hefði komið á óvart að vera tilnefnd. Prófkjörið var
nyjung og djarft tiltæki að láta niðurstöður kjörsins ráða undantekning-
arlaust hverjir skipuðu tíu efstu sætin.