Andvari - 01.01.2004, Page 39
ANDVARI
AUÐUR AUÐUNS
37
Jörðin kemst í eigu konungs eftir siðaskipti líkt og varð raunin um
mörg bændabýli hér á landi. Vísir að þéttbýli myndast þegar iðnaðar-
stofnanir, Innréttingarnar, eru stofnsettar þar árið 1752 að frumkvæði
Skúla fógeta Magnússonar. Var þeim fyrirtækjum lögð til Reykjavík-
UrJörðin og frá því er hún ekki í ábúð. Með nýjum verslunarlögum
1786 eru stofnsettir sex kaupstaðir á landinu og er Reykjavík einn
þeirra samkvæmt tilskipun 18. ágúst það ár, með kaupsvæði frá
Selvogi að Hítará; kaupstaðarlóð er mæld út í kvosinni, milli tjamar og
sjavar, og þar er nú sá Miðbær sem Reykvíkingar þekkja. Kaupstaður-
mn varð sérstakt lögsagnarumdæmi 1803 og bæjarfógeti tók við stjóm
mala. Arið 1836 er stofnuð bæjarstjóm og gefið út erindisbréf fyrir
JÓra bæjarfulltrúa auk fógetans. í áranna rás fjölgaði bæjarfulltrúum
og með lögum um sveitarstjórnarmálefni var þeiml908 fjölgað í 15, er
Það enn óbreytt.
Pyrr var kosið í heyranda hljóði og bundið persónum en 1908 voru
teknar upp hlutfallskosningar og leynilegar. Kosningarréttur og kjör-
§eugi voru rýmkuð og brá svo við að reykvískar konur buðu fram
1^08, að undirlagi KRFÍ, sérlista skipaðan fjórum konum og komust
P.ær aHar í bæjarstjórnina. Hefur sá viðburður verið nefndur „Kvenna-
^'gurinn mikli“ og löngum reynst torsótt að hnekkja honum. Þegar
A^ður Auðuns kom í bæjarstjóm 1946 höfðu alls 11 konur setið þar á
undan henni sem kjömir bæjarfulltrúar, ennfremur nokkrar sem vara-
ulltrúar. Stjómmálaflokkar mynduðust einkum á öðrum og þriðja tug
y- aldar og eftir það var kosið samkvæmt pólitískum listum. Reyk-
yjskir kjósendur láta sér annt um málefni bæjarins síns og er kjörsókn
a síðari tímum ætíð mikil, oftast um 90%.
Ibúafjöldi höfuðstaðarins jókst jafnt og þétt og varð æ stærri hluti
andsmanna. Áður er getið um aðstreymi til bæjarins vegna vaxandi
atvinnu er kom í kjölfar hersetunnar; en einnig dróst byggð saman í
JJveitum landsins og fólk leitaði til sjávarsíðunnar. Á árunum eftir
eirnsstyrjöldina síðari, 1939-1945, bættust við stórir árgangar bama
svo að öllu samanlögðu voru mikil verkefni í ört stækkandi bæjarfé-
ag1 sem hafði skyldum að gegna við íbúana. „Sannarlega næg, en
U|nna erfiðust úrlausnar voru húsnæðismálin vegna þessarar miklu
Jojgunar,“ segir Auður Auðuns um verkin sem biðu nýkjörinna bæjar-
f ii r*?a Þe§ar hún kom til starfa. Flest mál sem koma til kasta bæjar-
trua snerta með einhverjum hætti líf íbúanna og ákvarðanir geta
erið afdrifaríkar fyrir einstaklinga, einn eða fleiri í senn. Um þann