Andvari - 01.01.2004, Page 40
38
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
þátt mála segir Auður: „Gott er að geta lagt lóð á vogarskálar fyrir fólk
í málum er það varðar.“
Starfshættir bæjarstjómar mótuðust með tímanum. Vorið 1915 voru
staðfest ný fundarsköp fyrir bæjarstjórn Reykjavíkurkaupstaðar og
skyldi kjósa forseta bæjarstjómar er tæki við stjóm funda í stað borg-
arstjóra eins og áður hafði tíðkast. Auður var þegar í upphafi setu sinn-
ar í bæjarstjóm kjörin 2. varaforseti og kom í hennar hlut að gegna
forsetastörfum 5. júní 1947. Mynd af viðburðinum birtist á baksíðu
eins dagblaðanna með tilheyrandi texta:
Frú Auður Auðuns cand júr. gegndi forsetastörfum á bæjarstjómarfundi í gær
og er það í fyrsta sinn, sem kona stjómar fundi bæjarstjómar hér í bæ og senni-
lega í fyrsta sinni á landinu. ... Frúin er 2. varaforseti bæjarstjómar en hinir
forsetamir voru báðir forfallaðir frá að mæta á fundinum í gær.
Enn voru sem sagt þeir tímar að uppi varð fótur og fit ef kona brá vana.
Auður var kjörin forseti bæjarstjómar 1954 og gegndi því starfi næstu
16 árin með hléi þegar hún var borgarstjóri. Konur í sjálfstæðiskvenna-
félaginu Hvöt fögnuðu því að ein úr þeirra röðum skyldi veljast í svo
virðulega stöðu og ábyrgðarmikla. Þær efndu til fagnaðar Auði til
heiðurs og færðu henni, af tilefninu, vandaðan áletraðan silfurpappírs-
hníf að gjöf.
Forseti bæjarstjómar kemur fram fyrir hönd bæjarins við margvísleg
tækifæri. Allt frá því að leggja blómsveig frá Reykvíkingum 17. júní á
leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu, til þess að
taka á móti erlendum gestum er sækja höfuðstaðinn heim eða vera full-
trúi Reykjavíkur á erlendri grundu. En það er á bæjarstjórnarfundum
sem aðalþungi starfsins hvílir á forseta. Oft er heitt í kolunum, skiptar
skoðanir og umræður snarpar eða langdregnar fram eftir nóttu þegar
tekist er á um fjármál bæjarins. Auður naut trausts á stóli forseta jafnt
hjá flokkssystkinum sínum sem mótherjum og einn í hópi fyrrnefndra
hefur sagt: „Sem forseti bæjarstjómar stjórnaði hún fundum af mynd-
arskap og gerði ekki greinarmun á samherjum og andstæðingum.“
Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri og Auður vorum árum saman í
forystu KRFÍ og báðar heiðursfélagar þar; en þær voru einnig samtíða
í bæjarstjóm Reykjavíkur og pólitískir andstæðingar. Valborg hefur
látið svo ummælt að Auður hafi notið aðdáunar fyrir „dugnað, öryggi
og réttsýni við stjórn funda í borgarstjórn,“ og það hafi gilt jafnt um
andstæðinga sem samherja. Formaður KRFI átti viðtal við Auði fyrir