Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 40

Andvari - 01.01.2004, Page 40
38 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI þátt mála segir Auður: „Gott er að geta lagt lóð á vogarskálar fyrir fólk í málum er það varðar.“ Starfshættir bæjarstjómar mótuðust með tímanum. Vorið 1915 voru staðfest ný fundarsköp fyrir bæjarstjórn Reykjavíkurkaupstaðar og skyldi kjósa forseta bæjarstjómar er tæki við stjóm funda í stað borg- arstjóra eins og áður hafði tíðkast. Auður var þegar í upphafi setu sinn- ar í bæjarstjóm kjörin 2. varaforseti og kom í hennar hlut að gegna forsetastörfum 5. júní 1947. Mynd af viðburðinum birtist á baksíðu eins dagblaðanna með tilheyrandi texta: Frú Auður Auðuns cand júr. gegndi forsetastörfum á bæjarstjómarfundi í gær og er það í fyrsta sinn, sem kona stjómar fundi bæjarstjómar hér í bæ og senni- lega í fyrsta sinni á landinu. ... Frúin er 2. varaforseti bæjarstjómar en hinir forsetamir voru báðir forfallaðir frá að mæta á fundinum í gær. Enn voru sem sagt þeir tímar að uppi varð fótur og fit ef kona brá vana. Auður var kjörin forseti bæjarstjómar 1954 og gegndi því starfi næstu 16 árin með hléi þegar hún var borgarstjóri. Konur í sjálfstæðiskvenna- félaginu Hvöt fögnuðu því að ein úr þeirra röðum skyldi veljast í svo virðulega stöðu og ábyrgðarmikla. Þær efndu til fagnaðar Auði til heiðurs og færðu henni, af tilefninu, vandaðan áletraðan silfurpappírs- hníf að gjöf. Forseti bæjarstjómar kemur fram fyrir hönd bæjarins við margvísleg tækifæri. Allt frá því að leggja blómsveig frá Reykvíkingum 17. júní á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu, til þess að taka á móti erlendum gestum er sækja höfuðstaðinn heim eða vera full- trúi Reykjavíkur á erlendri grundu. En það er á bæjarstjórnarfundum sem aðalþungi starfsins hvílir á forseta. Oft er heitt í kolunum, skiptar skoðanir og umræður snarpar eða langdregnar fram eftir nóttu þegar tekist er á um fjármál bæjarins. Auður naut trausts á stóli forseta jafnt hjá flokkssystkinum sínum sem mótherjum og einn í hópi fyrrnefndra hefur sagt: „Sem forseti bæjarstjómar stjórnaði hún fundum af mynd- arskap og gerði ekki greinarmun á samherjum og andstæðingum.“ Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri og Auður vorum árum saman í forystu KRFÍ og báðar heiðursfélagar þar; en þær voru einnig samtíða í bæjarstjóm Reykjavíkur og pólitískir andstæðingar. Valborg hefur látið svo ummælt að Auður hafi notið aðdáunar fyrir „dugnað, öryggi og réttsýni við stjórn funda í borgarstjórn,“ og það hafi gilt jafnt um andstæðinga sem samherja. Formaður KRFI átti viðtal við Auði fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.