Andvari - 01.01.2004, Síða 41
andvari
AUÐUR AUÐUNS
39
ritið 19. júní, þegar hún var borgarstjóri, og sagði þar: „Það vita allir,
sem sótt hafa fundi bæjarstjórnar í Reykjavík sfðustu árin, að hún er
þolinmóður og réttsýnn fundarstjóri.“ Auði varð minnisstæður forveri
hennar á forsetastóli, Guðmundur Ásbjömsson kaupmaður sem gegndi
starfi forseta bæjarstjómar í 26 ár. „Hann átti sinn þátt í að móta vinnu-
brögð bæjarstjómar af festu og virðuleika svo til fyrirmyndar var,“
sagði Auður, en síðasta kjörtímabil Guðmundar var hennar fyrsta af
alls sex í bæjarstjóm.
Samhliða Auði var Katrín Pálsdóttir kosin í bæjarstjórnina 1946.
Katrín var fulltrúi Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins en
þær Auður höfðu áður starfað saman hjá Mæðrastyrksnefnd, einnig að
útgáfu Mœðrablaðsins og hjá KRFÍ; Katrín var ekkja með níu böm á
framfæri sínu. Ári síðar kom Jóhanna Egilsdóttir inn frá Alþýðu-
flokknum í stað aðalfulltrúa flokksins. Þær Auður höfðu starfað saman
í forystusveit KRFÍ og nú lá leið þeirra saman á nýjum vettvangi og
nánum, einkum þó í bæjarráði. Aðrar konur mættu oft á fundum sem
varamenn en þessar tvær umgetnu urðu Auði minnisstæðastar frá
fyrstu árum hennar í bæjarstjórn. Katrín var vel tveimur áratugum eldri
en Auður og Jóhanna þremur en við úrlausn sameiginlegra málefna
gætti ekki aldursmunar. Varðandi starfið með Jóhönnu hefur Auður
sagt: „Af kynnum mínum við hana lærðist mér að meta ekki fólk póli-
tískt heldur af verkum þess og viðhorfum.“ Auk sinna flokksbræðra
voru Auði einkum minnisstæðir leiðtogar minnihlutaflokkanna, þeir
Sigfús Sigurhjartarson frá Sósíalistaflokknum og Jón Axel Pétursson
frá Alþýðuflokknum. Rifja má upp að á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir
hverjar kosningar, þegar kosið er í helstu nefndir, var það nánast
óskráð venja að fulltrúar minnihlutans skiluðu auðu þegar meirihlutinn
galt sínum frambjóðendum atkvæði. Undanskilið er þegar Auður
Auðuns var í kjöri til forseta bæjarstjómar, að stundum fékk hún fleiri
atkvæði en sem nam fjölda flokkssystkina hennar í bæjarstjórn og
þýddi að einhverjir úr minnihlutanum guldu henni atkvæði og vottuðu
þannig traust sitt á henni sem fundarstjóra.
Samkvæmt heimild í lögum 1932 samþykkti bæjarstjórn að stofna
sérstakt bæjarráð skipað fimm fulltrúum auk þess sem borgarstjóri á
sæti þar svo og áheyrnarfulltrúar þeirra flokka sem ekki eiga kjöma
fulltrúa í ráðinu. Bæjarráð fundar venjulega tvisvar í viku nema um
hásumarið að einn fundur í viku er látinn nægja. Af fastanefndum
bæjarstjómar hefur bæjarráð löngum verið talið voldugasta nefndin og