Andvari - 01.01.2004, Side 44
42
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
því hún var dugleg, skoðaði öll mál mjög vel og með afbrigðum heil í
samstarfi. Ljóst var að samherjar, eldri í hettunni, tóku tillit til hennar.
Hún talaði máli kvenna af festu en hógværð; taldi nauðsynlegt að
skapa fordæmið en konur áttu sjálfar að taka til hendi. Auður vildi að
konur kæmust til mennta og þar var hún í reynd mikilsvert fordæmi.
Auður Auðuns var prúðmenni sem stóð öðrum framar, voru orð þessa
samstarfsmanns hennar.
Með fyrstu málum í bæjarstjóm eftir að Auður tók þar sæti 1946 var
frágangur á kaupum á jarðhitaréttindum í Reykjahlíð og aðliggjandi
jörðum í Mosfellssveit. Arið 1935 hafði bærinn samið um kaup á hita-
réttindum Reykja og Reykjahvols í sömu sveit og hagnýtt það til
upphitunar í Reykjavíkurbæ. Ur geymum fyrir heitt vatn, sem trónuðu
á Oskjuhlíð, var vatninu veitt eftir leiðslum í íbúðarhúsin, en þar kom
að vatn tók að þverra. Um skeið var gripið til þess að banna nætur-
rennsli á heitu vatni vegna skortsins og verðir fóru með hlerunartæki
um bæinn að fylgjast með að því banni væri hlýtt. Til úrbóta var reist
olíukynt túrbínustöð (toppstöð) við Elliðaámar til að skerpa á hitaveitu-
vatni og jafnvel hita kalt vatn fyrir veituna. Viðbótarkaupin á jarðhita-
réttindum og síðar borun eftir heitu vatni innanbæjar urðu grundvöllur
að stórauknum umsvifum hitaveitunnar. Höfundi þessarar greinar er
minnisstætt að hlýða á Auði Auðuns segja frá slíkum framkvæmdum af
miklum áhuga, „hitaveita í hvert hús var mikið átak,“ sagði Auður.
Horfið var reykskýið sem lengstum lá yfir Reykjavík og hafði blasað
við henni þegar hún kom þangað fyrst; hvílíkur þrifnaðarauki og holl-
usta sem fylgdi hitaveitunni og bætt aðstaða á heimilum fólks.
Hjá Auði voru rafveitumálin í bænum einnig til frásagnar. Reykja-
víkurbær hafði virkjað Elliðaámar 1921, síðar stækkun þar og til
viðbótar virkjun Ljósafoss í Soginu 1937. Þegar kom fram á fimmta tug
aldarinnar var mestöll orka þessara stöðva fullnýtt enda aukinn fjöldi
notenda á svæðinu. Brögð voru að orkuskorti og meðan beðið var virkj-
unar neðri fossa í Soginu, í samvinnu við íslenska ríkið, var túrbínustöð
reist við Elliðaár til framleiðslu á viðbótarorku á mestu álagstímum.
Irafossvirkjun kom í gagnið 1953 og síðar Steingrímsstöð við Úlfljóts-
vatn 1960 áður en farið var að hugsa til stórframkvæmda á sjöunda tug
aldarinnar við Þjórsá og sameignarfyrirtæki ríkis og bæjar, Lands-
virkjun, kom til sögunnar. Þessar stórfelldu virkjunarframkvæmdir
vitna um atvinnulíf í vexti og aukna möguleika fólks í daglegu lífi sínu.
Umræður og ákvarðanir af þessu tagi fóru gegnum bæjarráð, síðan