Andvari - 01.01.2004, Page 45
andvari
AUÐUR AUÐUNS
43
bæjarstjóm og á Alþingi samanber lög um Landsvirkjun 1965 og orku-
lögin 1967. Auður Auðuns er á þessum tíma í stjóm Reykjavíkurbæjar
°g situr á þingi og á því sinn þátt í að leiða þessi mál til lykta.
Nærtækara en stórvirkjanimar var ástand gatna í höfuðstaðnum.
Fáeinar götur í miðbænum voru malbikaðar en að öðru leyti malargöt-
ur sem rykmökkurinn stóð af í þurrviðri. Átaks var þörf og 1962, sama
ar og bærinn skyldi þaðan í frá nefnast borg, var hrint af stað umtals-
verðum gatnagerðarframkvæmdum frá malbiksstöð sem borgin starf-
raekti. I nútíma er svo komið að götur eru gerðar í nýjum hverfum áður
en húsin rísa. Hefði þetta þótt fyrirsögn hjá Mæðrastyrksnefnd á fyrstu
starfsárum Auðar þar, því megináherslan varðandi reykvísk böm var
að koma þeim að sumarlagi upp í sveit úr göturykinu. Gatnagerðin
hafði margfeldisáhrif, ekki aðeins að umferð yrði auðveldari heldur
varð borgarumhverfið fallegra á að líta og fól í sér hvatningu til
foúanna að fegra garða kringum hús sín.
Borgarstjórn Reykjavíkur í Skúlatúni 2. Aftari röðfrá vinstri: Alfreð Gíslason, Þórir
kV. Þórðarson, Björgvin Guðmundsson, Einar Agústsson, Bragi Hannesson, Gunnar
Uelgason, Jón Snorri Þorleifsson og Úlfar Þórðarson. Fremri röð: Óskar Hallgríms-
son> Kristján Benediktsson, Geir Hallgrímsson, Auður Auðuns, Gísli Halldórsson,
Guðmundur Vigfússon og Birgir ísleifur Gunnarsson. (Ljósm. Kristján Magnússon)