Andvari - 01.01.2004, Page 47
andvari
AUÐUR AUÐUNS
45
vandann vegna örrar fjölgunar fólks í bænum og telur ráðið að reisa
þurfi í náinni framtíð fimm skóla fyrir aldursstigið 7-12 ára miðað við
tvísetningu skóla. Skorað er á fjárhagsráð að veita leyfi til fram-
kvæmda, og skírskotað til þess að árin 1947-1953 starfaði hér þvílíkt
ráð. Fjárhagsráð skyldi stjóma fjárfestingum, innflutnings- og gjald-
eyrismálum, verðlagseftirliti og skömmtun. Eðlilega var uggur í
stjómendum skólamála að þar reyndist fyrirstaða við skólabyggingar.
Spamaðartillögur berast frá bæjarstjóm fyrri hluta árs 1952 og telur
fræðsluráð erfitt að fullnægja þeim. Ekki væri unnt að innheimta efnis-
gjald í handavinnu né fæðisgjald af bömum í heimavistum bamaskól-
anna eða heilbrigðisgjald af sömu. Rætt er um þrísetningu í bamaskól-
um og hafa skólalæknir og barnaverndarnefnd látið það til sín taka.
Ennfremur að þar sem tví- og þrísetning er í skólum þurfa starfsmenn
að fá aukaþóknun vegna langs vinnutíma. Augljóslega standa jámin á
fólkinu í fræðsluráði. Sígild efni líkt og hegðun skólabama í strætis-
vögnum, sælgætissala í nágrenni barnaskóla og samvinna skóla og
heimila koma til álita. Smátt og smátt hnikast upp ný skólahús og ráðið
fer í vettvangsskoðanir. Ráðningar starfsfólks í nýja skóla reynast
sérstakur kapítuli, í það minnsta bárust 140 umsóknir um eina umsjón-
armannsstöðu við nýjan skóla, svo ekki hafði fólk ótrú á að starfa hjá
borginni.
Að vorinu þurfti að liggja fyrir hjá ráðinu hversu mörg börn kæmu
til skólagöngu að hausti og síðan áætla kennaraþörfina eftir því og
hvemig unnt væri að þjappa skólaæskunni saman í húsakostinum.
^yrir gagnfræðastigið var oft þrautalending að finna eitthvert leiguhús-
næði til kennslu.
Haustið 1958 var landburður af fiski í Reykjavík og þörf var á fram-
réttum höndum til að bjarga verðmætum í þjóðarbúið. Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, Fiskiðjuver ríkisins og fleiri hraðfrystihús leituðu
hl fræðsluráðs að loka gagnfræðaskólunum vegna skorts á vinnuafli í
frystihúsunum. Ráðið afgreiddi beiðnina þannig að þar eð nemenda-
fjöldinn væri 3.500 en aðeins óskað eftir 250-300 manns væri
samþykkt að veita þeim leyfi er þess óskuðu en halda skólastarfi
áfram.
A árinu 1962 var þess minnst að barnaskólastarf hafði verið óslitið
1 Reykjavík í 100 ár. Af því tilefni voru sameiginleg skólaslit barna- og
gagnfræðaskóla borgarinnar á Laugardalsvelli 31. maí. Einnig af sama
ttlefni var haldin í júní sýning í Miðbæjarskóla á ýmsu er tengist aldar-