Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 50

Andvari - 01.01.2004, Page 50
48 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI áður var nefnt, fer með stjórn félagsmála í Reykjavík undir yfirstjórn borgarstjórnar og rekur ráðið skrifstofu félagsmála, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar; þangað leitar fólk úrlausnar á vandamálum sínum og þaðan er stjómað víðtæku skipulagi á félagsþjónustu við borgarana. Auður Auðuns stjómaði undantekningarlítið fundum framfærslu- nefndar þau ár sem hún var í nefndinni. Mikill fjöldi mála kom inn á borð nefndarmanna af margvíslegum toga en allt beiðnir, nær eingöngu frá einstaklingum, um aðstoð í vanda, ýmist tímabundnum eða viðvarandi. Oft var þörf nærfærni við afgreiðslu mála, þau voru flest á viðkvæmum persónulegum nótum og þeir voru býsna margir er veigruðu sér við að æskja opinberrar aðstoðar enda þótt þeim væri ekki önnur leið fær. Auður lagði mikla alúð í þessa vinnu og leit á málavexti sem trúnaðarmál líkt og hún gerði um þau málefni er komu á hennar borð sem lögfræðings Mæðrastyrksnefndar. í heilbrigðisnefnd átti Auður sæti frá janúar 1961 til júní 1962 og var ekki minna fundað í þeirri nefnd en öðrum sem hún starfaði í. Þróun mála á sviði heilbrigðisnefndar var með svipuðum hætti og fram- færslunefndar, heilbrigðisráði var komið á fót, hliðstætt við félags- málaráð, sem rekstraraðili sjúkrastofnana borgarinnar og var borgar- læknir framkvæmdastjóri ráðsins. Þann stutta tíma sem Auður var í heilbrigðisnefnd voru mest áberandi verkefni sem tilheyrðu heilbrigð- iseftirliti. Það spannaði fjölmarga þætti varðandi heilbrigðis- og holl- ustuhætti og beint matvælaeftirlit sem var umfangsmikið. Heilbrigðis- fulltrúar tóku reglulega sýni í matvælaframleiðslu; aðrir starfsmenn höfðu eftirlit við skóla, bamaheimili, íþróttamannvirki, baðstaði og snyrtistofur, einnig frárennslismál og mat á húsnæði og er þá ekki allt talið er kom til kasta nefndarinnar. Nefndarmenn fóru sjálfir í eftirlits- ferðir á nokkra staði. Mörg erindi voru send áfram til umsagnar sérfræðiaðila svo sem borgarlæknis, brunavamaeftirlits og fleiri. Væri úrskurði nefndarinnar ekki hlýtt hafði hún heimild til að beita ákvæði um lokun afgreiðslustaða eða leggja hömlur á framkvæmdir sem örþrifaráð til að koma aðstæðum í æskilegt horf. Heilbrigðiseftirlit var á þessum tíma frumherjastarf og tímafrekt að afla skilnings almennt á nauðsyn þess í vaxandi þéttbýli. Vorið 1960 lagði nefndin til við bæjarstjóm að eftirlit með vinnustöðum yrði fullt starf. Auður Auðuns var um skeið formaður samninganefndar borgarinn- ar um kaup og kjör borgarstarfsmanna. Reykjavíkurborg er einn stærsti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.