Andvari - 01.01.2004, Side 51
andvari
AUÐUR AUÐUNS
49
vinnuveitandi landsins og laun því stór útgjaldaliður. Opinberir starfs-
menn og bæjarstarfsmenn máttu ekki fara í verkfall samkvæmt lögum
frá 1915. Á móti kom að þeir voru yfirleitt æviráðnir og bjuggu því að
atvinnuöryggi umfram almenna launþega. Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja (BSRB) fékk, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, verkfalls-
rétt í júlí 1977. Starfsmannafélag Reykjavíkurbæjar (St. Rv.) var stofn-
að í janúar 1926 en hafði ekki stöðu samningsaðila gagnvart vinnuveit-
anda fyrr en með eftirfarandi samþykkt bæjarráðs í september 1953:
„Að stjórn St. Rv. skuli vera í forsvari félagsmanna gagnvart bæjar-
stjóm og bæjarráði, að því er varðar starfskjör þeirra.“ Var þetta fyrsta
formlega viðurkenning bæjarstjómar á aðildarrétti félagsins. I samn-
ingagerð tilnefndi félagið síðan jafnmarga í samninganefnd og bærinn.
Gangur kjarasamninga var oftast sá að nokkru eftir að samningum
var lokið á almennum vinnumarkaði kom röðin að opinberum starfs-
mönnum og kjarabótum þeim til handa. Almennt nutu bæjarstarfsmenn
hagstæðari launakjara en ríkisstarfsmenn, þó var það ekki einhlítt. Árið
1961 var samið við almenna launþega, í kjölfar mikilla verkfalla, um
16% hækkun og var því síðan, af hálfu ríkisvaldsins, mætt með nýrri
gengisfellingu. St. Rv. fór fram á 17% kauphækkun í kjarasamningum
sínum þetta ár en bæjarstjóm bauð 13,8% og ekki völ á hærra, var
gengið að því samhliða vilyrði fyrir tiltekinni ívilnun í öðru. Einn
forsvarsmanna samninganefndar starfsmannafélagsins sagði í eyru
greinarhöfundar alllöngu síðar að Auður Auðuns hefði ekki verið neitt
lamb að leika sér við í samningum um kaup og kjör.
I júlí 1955 er Auður kjörin formaður í svokallaðri skjaldarmerkis-
nefnd sem tók við starfi nefndar er starfað hafði frá 1951 og hafði haft
það verkefni að efna til samkeppni um merki Reykjavíkur. Bárust 24
tillögur en engin vann til verðlauna og komust nefndarmenn að þeirri
niðurstöðu sumarið 1955 að veita viðurkenningu að jöfnu þremur tillög-
um. Áttu þær sammerkt að öndvegissúlur komu fyrir í öllum. Með Auði
1 nefndinni voru fjórir valinkunnir menn, þjóðminjavörður, bæjarskjala-
vÖrður, myndhöggvari og arkitekt. Halldór Pétursson teiknari var ráðinn
td að gera uppdrætti að merkinu með hliðsjón af hugmyndum sem borist
höfðu. Bókað er hjá nefndinni að lögð verði „áhersla á, að merkið væri
sem einfaldast og „heraldiskt“ að gerð“ á gotneskum skildi.
Endanleg útfærsla merkisins frá Halldóri var samþykkt í maí 1957
pg send bæjarráði með eftirfarandi skýringu: Hugmyndin um öndveg-
issúlur bomar af hvítum bárum á bláum fleti, er einföld og á einkar vel