Andvari - 01.01.2004, Page 52
50
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
við fyrir Reykjavík og minnir þegar í stað á fyrsta landnámsmanninn.
Hlaut merkið samþykki bæjarstjórnar þann 6. júní sama ár og leysti af
hólmi margbrotið merki Reykjavíkur frá 1815, með latneskri áletrun,
og fæstum Reykvíkingum kunnugt. Auði fannst kostur merkisins að
það var stílhreint, auðskilið og svo einfalt að hvert skólabarn réð við
að draga það upp.
A fundi bæjarstjómar í árslok 1955 var einróma samþykkt að
Ráðhús Reykjavíkur skyldi rísa við norðurenda tjarnarinnar á svæði
milli Lækjargötu og Tjamargötu. A sama fundi var samþykkt að kjósa
fimm manna nefnd til að undirbúa bygginguna og var Auður Auðuns í
þeim hópi. A næsta ári var arkitekt ráðinn framkvæmdastjóri nefndar-
innar og samþykkt að efna til samkeppni um húsið. Ari seinna, eða
1957, var horfið frá samkeppni en samþykkt að bjóða nokkrum arki-
tektum að gera uppdrætti í samráði við nefndina og tóku sex þeirra
boðinu. Lokateikningar frá arkitektunum bárust í janúar 1964 og efndi
ráðhúsnefndin þá til fundar með borgarstjórn og urðu þar snarpar
umræður því ekki var einhugur um tillögurnar. Hafði meðal annars
vaknað sú hugmynd að sameina í einni byggingu ráðhús og leikhús.
Niðurstaðan var sú að skipa nýja ráðhúsnefnd, nú sjö manna og var
Auður þar á meðal. Er fundað í nóvember 1964 og síðan, að því er best
verður séð, ekki fyrr en snemma árs 1969 og aftur að haustinu það ár,
var þá samþykkt að gera hlé á undirbúningi að ráðhúsi um óákveðinn
tíma frá og með næstu áramótum. Gögn sem höfðu orðið til um málið
skyldi kynna borgarfulltrúum og að því búnu geyma þau aðgengileg
þeim er síðar kunna að koma að málinu. Það var svo ekki fyrr en í
október 1986 að efnt var til samkeppni á nýjan leik um ráðhús Reykja-
víkur. Það er nú risið við Vonarstræti í tjarnarendanum, því ákvörðun
um staðarvalið var óbreytt, og húsið formlega tekið í notkun 14. apríl
1992. Auður Auðuns var ekki starfandi í borgarmálum þegar það gerð-
ist en hún fagnaði glæsilegri byggingunni sem hinni „mestu Tjarnar-
og borgarprýði.“
Alþingismaður og borgarstjóri
Árið 1959 gerist tvennt næstum samtímis á stjórnmálaferli Auðar
Auðuns. Annars vegar er hún kosin á þing og hins vegar verður hún
borgarstjóri.