Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 54
52
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
Auður er hún varð borgarstjóri í Reykjavík. íbúafjöldi í bænum losaði
72 þúsund um þetta leyti en þegar Auður Auðuns hóf 1940 störf sem
lögfræðilegur ráðunautur Mæðrastyrksnefndar voru Reykvíkingar um
38 þúsund. Viku eftir að borgarstjóramir tveir tóku til starfa var geng-
ið frá samþykkt í félagsmálaráðuneyti um skipun og skiptingu embætt-
is borgarstjóra og gert kunnugt í Stjórnartíðindum. í hlut Auðar komu
menntamál, heilbrigðismál og félagsmál, undir það féllu líka mál eins
og strætisvagnar og slökkvilið. Geir hafði á sinni könnu fjármál og
verklegar framkvæmdir svo og „málefni er varða bæjarfélagið í heild
að því leyti, sem þau eru ekki sérstaklega falin borgarstjóra mennta-,
félags- og heilbrigðismála,“ línur voru skýrar og eftir þeim var farið.
A löngum stjórnmálaferli eins og Auðar og þátttöku í kosningum
varð ekki hjá ræðuhöldum komist og Auður lét ekki sinn hlut eftir
liggja á því sviði. En þann tíma sem hún gegndi starfi borgarstjóra var,
eðli máls samkvæmt, leitað til hennar frá ýmsum félagasamtökum og
stofnunum að flytja ávörp eða rita pistla af ólíku tilefni. Er hér gripið
niður á fáeinum stöðum. A sumardaginn fyrsta 1960 er ávarp frá Auði
á forsíðu blaðs sem Barnavinafélagið Sumargjöf gaf út í tilefni dags-
ins. Þar fjallar borgarstjórinn um aðstöðu bama í Reykjavík, störf
félagsins í þeirra þágu og farsælt samstarf borgarinnar og Sumargjafar
og Auður segir:
Það er að vísu ánægjulegt, hve Reykvíkingar gera sér orðið mikið far um að
prýða kringum hús sín með trjágróðri og snyrtilegum görðum, en hinu megum
við ekki gleyma að ætla dýrmætasta gróðrinum, bömunum í bænum, sinn hlut..
Kirkjur risu í Reykjavík með nýjum sóknum eftir því sem bærinn
stækkaði og fólkinu fjölgaði. Bæjaryfirvöld vildu fyrir sitt leyti stuðla
að kirkjubyggingum í höfuðstaðnum með því að efla kirkjubyggingar-
sjóð árlega með einni milljón króna til nýbygginga. Við athöfn 19. júní
1960 var lagður hornsteinn Háteigskirkju og flutti borgarstjóri þá
ávarp. Auður Auðuns sagði meðal annars:
Hér rís af grunni veglegt guðshús Háteigssafnaðar. Um leið og vér samgleðj-
umst söfnuðinum yfir þeim áfanga, sem hér er náð, og biðjum söfnuðinum og
íslenskri kirkju allri blessunar í starfi, læt ég þá ósk í ljós, að sá skerfur, sem
Reykjavíkurbær leggur til þessarar kirkjubyggingar, ávaxtist í ríkum mæli á
þann hátt, sem ekki verður til fjár metinn, til eflingar kirkjulífi og kristilegu
safnaðarstarfi í höfuðborg fslands.