Andvari - 01.01.2004, Side 62
60
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
Breta var eitt þeirra stórmála sem viðreisnarstjómin tókst á við.
Alþingi samþykkti að fiskveiðilögsagan skyldi færð í 50 mílur 1.
september 1972 og enn var breski flotinn sendur á vettvang og lauk því
stríði haustið 1973. Raunar svarf enn til stáls með Bretum og íslend-
ingum er við færðum fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur í október 1975
og nýtt þorskastríð hófst; íslendingar voru staðráðnir í að hindra
ofveiði fiskistofnanna og vemda hagsmuni sína og sigur vannst í því
þorskastríði í desember 1976. Auður var hætt á þingi tveimur árum
áður, en áhugi hennar var óskiptur með þeim er stóðu í ströngu við að
leita farsælla leiða í miklu hagsmunamáli Islendinga.
Sömu laun fyrir sömu vinnu
Haustið 1960 kom fram í efri deild frumvarp sem þrír Alþýðuflokks-
menn fluttu um launajöfnuð kvenna og karla. Fyrsta grein
frumvarpsins er svohljóðandi: „A árunum 1962-1967 skulu laun
kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf í eftirfarandi
starfsgreinum: almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu, og
verslunar- og skrifstofuvinnu.“ - Frumvarpið var í sex greinum en
markmið þess kristallast í fyrstu grein. I greinargerð með því segja
flutningsmenn meðal annars:
Baráttan fyrir jöfnum launum kvenna og karla er ekki einvörðungu kjarabar-
átta af hálfu kvenna, heldur engu síður barátta fyrir fullkomlega jöfnum mann-
réttindum. Þegar endanlegur sigur hefur unnist í þessari baráttu, er jafnréttis-
baráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu
öðlast sama rétt og karlar.
Sterkustu rökin fyrir launajafnrétti eru þau, að það er jafnkostnaðarsamt fyrir
konur sem karla að lifa í þessu landi. Konur geta ekki búið við sömu lífskjör
og karlar nema hafa sömu laun. Þær njóta engra lögbundinna forréttinda um
útgjöld eða framfærslu.
Það má telja augljóst mál, að launajöfnuður verði ekki tryggður á annan hátt
hér á landi en með löggjöf ... heildarsamtök verkalýðsins hér á landi fara ekki
með samningsrétt fyrir meðlimi sína, heldur er það hvert og eitt verkalýðsfé-
lag. Þetta fyrirkomulag á sinn þátt í því að torvelda það, að unnt sé að leysa
launajafnréttismálið með samningum. Lausn á þessu máli verður því ekki
komið fram á annan veg en með lagasetningu, enda er það sú aðferð, sem mest
er lagt upp úr í jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar.
í seinustu setningunni, sem hér er tilgreind er vísað til þess að ísland
hafði gerst aðili að Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) einni stofnana
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og fullgilt árið 1957 eina af samþykktum