Andvari - 01.01.2004, Page 69
andvari
AUÐUR AUÐUNS
67
Ráðuneyti Jóhanns Hafstein á ríkisráðsfundi. Frá vinstri: Auður Auðuns, Magnús
Jónsson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, Kristján Eldjárn, forseti Islands, Emil
Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason og Eggert G. Þorsteinsson. Vinstra megin er Guðmundur
Benediktsson ríkisráðsritari. (Ljósm. Pétur Thomsen)
á ýmsan hátt að notum, til dæmis sú þjálfun að virkja í daglegum störf-
um vel hæft starfslið ráðuneytis. í því efni vildi Auður sérstaklega
nefna Baldur Möller sem frábæran ráðuneytisstjóra. Þegar hún leit til
baka til þessa tímabils var tíminn í starfi ráðherra ánægjulegur, fjöldi
nýrra mála að takast á við og stundum gat verið erfitt að taka ákvarð-
anir.
Auður hafði sama háttinn á og þegar hún varð borgarstjóri og heim-
sótti ýmsar helstu borgarstofnanir, hún heimsótti ýmis embætti sem
nndir ráðuneytið heyrðu og fangelsin: Hegningarhúsið við Skóla-
vörðustíg og fangelsin í Síðumúla, á Litla-Hrauni og Kvíabryggju.
Henni var það mikið áhugamál að stuðla að úrbótum í fangelsismálum
" einkum kvenfanga sem skorti viðunandi stað fyrir til gæslu og
ufplánunar. En hins vegar var tíminn skammur til úrbótanna. Aætlanir
höfðu verið gerðar um að reisa ríkisfangelsi að Úlfarsá í Mosfellssveit,
ruikið bákn með mörgum deildum en ekki voru tök á svo viðamikilli
framkvæmd þau árin og var unnið að viðbyggingu við Litla-Hraun árið