Andvari - 01.01.2004, Page 70
68
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
sem Auður gegndi ráðherrastarfi og jafnframt lögð áhersla á að bæta
þar aðstöðu fanga. Gæslufangar voru í gamla Hegningarhúsinu sem
fyrir löngu var orðið óviðunandi. Stefnan var sú að gæsluvarðhaldsvist
ætti ekki samleið með aðalfangelsi og því væri næsta verkefni í fang-
elsismálum að reisa byggingu sem þjónaði því hlutverki.
Eitt fyrsta mál Auðar Auðuns eftir að hún er sest á stól dómsmála-
ráðherra snerti eignamám og var mikið hagsmunamál ráðamanna í
sveitarstjómum að reglur um það mál væru skýrar og til hvers skuli
taka tillit þegar mat á eign færi fram. Kom í ljós að hjarta dómsmála-
ráðherra sló með sveitarfélögum og úrlausnarefnum þeirra. Auður var
fyrsti flutningsmaður af fjórum að tillögu til þingályktunar um endur-
skoðun laga um framkvæmd eignarnáms og var þetta mál vakið að
beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hlaut tillagan jákvæða
afgreiðslu á þingi og kom í hlut ráðherra að skipa nefnd til að endur-
skoða lögin frá 1917 um eignamám og skyldi frumvarp til nýrra laga
um framkvæmd eignarnáms lagt fyrir næsta Alþingi. Auður flutti yfir-
gripsmikla ræðu um þetta aðkallandi mál þegar það var til umræðu í
Sameinuðu þingi í apríl 1971.
Landhelgisgæslan heyrði undir dómsmálaráðuneytið og málefni
hennar komu til umræðu eftir stækkun fiskveiðilögsögunnar. Þegar
útfærslan kæmi til framkvæmda stækkaði gæslusvæðið við strendur
landsins og til að fullnægja því þurfti að auka tækjakost vegna gæslu
landhelginnar. Þyrlukaup til viðbótar við þá sem fyrir var (TF-Eir) eru
í burðarlið. I eldhúsdagsumræðum í aprílmánuði var Auður ræðumað-
ur af hálfu síns flokks og gerði hún þá ítarlega grein fyrir málefnum
Landhelgisgæslunnar, þörfinni á endumýjun og aukningu á gæslukost-
inum og fjármögnun hans.
Þegar Auður kom til starfa í dómsmálaráðuneytinu voru þar fyrir
drög að reglum um málflytjendastörf manna í opinberu starfi en höfðu
ekki verið fullnustuð, líklega ekki verið talið vinsælt hjá fulltrúum við
dómaraembættin og fleiri löglærðum í svipaðri stöðu er gátu skapað
sér aukatekjur með málflutningi. Auður tók af skarið, lét útfæra regl-
umar til hlítar og birta en þær áttu stoð í lögum nr. 61, 1942. Megin-
inntakið er svohljóðandi: „Lögfræðingum, sem starfa við embætti
dómara, lögreglustjóra, tollstjóra, ríkisskattstjóra, saksóknara ríkisins
eða í stjórnarráði, er óheimilt að stunda málflytjendastarf meðan þeir
gegna slíkum störfum.“ Frekari útlistanir og heimildarákvæði eru
þama. Mun Auður ekki hafa talið sér stætt á að sniðganga gildandi lög